Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5823 svör fundust
Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnas...
Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...
Hafa karlmenn hríðahormón?
Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...
Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...
Getið þið sagt mér eitthvað um síli?
Sumarið 2005 bar nokkuð á fréttum um að óvenju lítið væri af sílum í sjónum umhverfis landið, en síli eru afar mikilvæg fæða fyrir fjölmargar fugla- og fisktegundir. Þær sílategundir sem um ræðir eru aðallega sandsíli (Ammodytes tobianus) og marsíli (Ammodytes marinus) auk trönusíla (Hyperoplus lanceolatus). Sands...
Ef maður elur stelpu upp eins og hún væri strákur, mundi hún þá ekkert vita og haga sér eins og strákur?
Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...
Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...
Af hverju er maður með blóð í líkamanum?
Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkorni...
Af hverju þyngist maður með aldri?
Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig ha...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?
Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...
Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?
Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...
Eru karlar með meira adrenalín en konur?
Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...
Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?
Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sun...
Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?
Kúlufiskar (e. pufferfish eða blowfish) eru tegundir af nokkrum ættkvíslum fiska, svo sem Takifugu, Lagocephalus, Sphoeroides og Diodon. Fiskar þessir eru einnig þekktir undir japanska heitinu fugu og sama orð er notað í japanskri matargerð um rétti þar sem þeir koma við sögu. Kúlufiskar innihalda lífshættuleg...