Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geturðu sagt mér um stirna?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart.

Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta er frekar fáliðuð ætt og telur aðeins 32 tegundir en flestar þeirra eru í ættkvíslinni Cyclothone, eða 13 tegundir. Á íslensku mætti kalla tegundir þessarar ættkvíslar ljós-stirna og verða þeir vart meira en 7 cm á lengd.

Um tilvist þessarar ættar var lengi vel lítt vitað. Á tímum kalda stríðsins fékk bandaríski sjóherinn óvænt vitneskju um ættina þegar þeir beittu sónartækni við leit að sovéskum kafbátum. Tækin námu þá mikinn þéttleika efnis á 500–1200 metra dýpi líkt og um sjávarbotn væri að ræða. Haffræðingar hersins vissu að hafdýpið var meira á þessum slóðum og gerðu því réttilega ráð fyrir þarna væri um verulegan lífmassa að ræða. Í dag vita vísindamenn að þarna er gríðarlegur þéttleiki fiska sem aðallega samanstendur af stirnum og öðrum tegundum af áðurnefndri ætt.

Stirnar eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar sem telja trilljónir einstaklinga.

Vísindamenn sem hafa rannsakað þessa ætt hafa með tímanum áttað sig á því að „þessir fiskar eru alls staðar,“ eins og bandaríski sjávarlíffræðingurinn Bruce H. Robinson sagði. Menn hafa því komist að þeirri niðurstöðu að stirnar og skyldar tegundir, sérstaklega af ættkvíslinni Cyclothone, teljist í trilljónum (1.000.000.000.000.000.000). Það er enn fremur ljóst að 99% af lífmassa jarðar er í hafinu, þökk sé þessum litlu fiskum og gríðarstórum stofnum annarra fiska og hvala og fleiri dýra.

En hvernig lifa stirnar? Þeir eru með lífljómandi frumur á kviðnum sem laða að sér smávaxin dýr. Kjafturinn á stirnum er geysistór og eru tennur þeirra hlutfallslega stórar sem gerir þeim auðveldara fyrir að hremma bráð í rökkrinu í hafdjúpunum. Rannsóknir á magainnihaldi stirna bendir til að þeir éti aðallega smærri fiska og krabbadýr sem fyrirfinnast á þessu dýpi. Aftur á móti eru stirnar mikilvæg bráð fyrir stærri fiska og hvali sem kafa niður á þetta dýpi, til að mynda búrhvali og sennilega svínhvali.

Stirnar eru að öllum líkindum kynskiptingar eða protandrous en þeir byrja lífið sem karldýr en umbreytast síðan yfir í kvendýr. Þessi háttur er þekktur hjá fjölmörgum tegundum landhryggleysingja, svo sem lindýra, til dæmis ánamaðka og jafnvel skordýra, til dæmis fiðrilda.

Miðsævið, hið svokallaða „twilight zone“ í hafinu, nýtur nú aukinnar athygli sjávarlíffræðinga vegna feiknamikils lífmassa en talið er að lífmassinn á þessum svæðum í hafdjúpunum sé allt að 10 milljarðar tonna. Ef til vill er þarna að finna framtíðar prótínuppsprettu fyrir mannkynið.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.7.2018

Spyrjandi

Guðmundur Reynir Gunnlaugsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um stirna?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2018, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75162.

Jón Már Halldórsson. (2018, 9. júlí). Hvað geturðu sagt mér um stirna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75162

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um stirna?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2018. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geturðu sagt mér um stirna?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart.

Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta er frekar fáliðuð ætt og telur aðeins 32 tegundir en flestar þeirra eru í ættkvíslinni Cyclothone, eða 13 tegundir. Á íslensku mætti kalla tegundir þessarar ættkvíslar ljós-stirna og verða þeir vart meira en 7 cm á lengd.

Um tilvist þessarar ættar var lengi vel lítt vitað. Á tímum kalda stríðsins fékk bandaríski sjóherinn óvænt vitneskju um ættina þegar þeir beittu sónartækni við leit að sovéskum kafbátum. Tækin námu þá mikinn þéttleika efnis á 500–1200 metra dýpi líkt og um sjávarbotn væri að ræða. Haffræðingar hersins vissu að hafdýpið var meira á þessum slóðum og gerðu því réttilega ráð fyrir þarna væri um verulegan lífmassa að ræða. Í dag vita vísindamenn að þarna er gríðarlegur þéttleiki fiska sem aðallega samanstendur af stirnum og öðrum tegundum af áðurnefndri ætt.

Stirnar eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar sem telja trilljónir einstaklinga.

Vísindamenn sem hafa rannsakað þessa ætt hafa með tímanum áttað sig á því að „þessir fiskar eru alls staðar,“ eins og bandaríski sjávarlíffræðingurinn Bruce H. Robinson sagði. Menn hafa því komist að þeirri niðurstöðu að stirnar og skyldar tegundir, sérstaklega af ættkvíslinni Cyclothone, teljist í trilljónum (1.000.000.000.000.000.000). Það er enn fremur ljóst að 99% af lífmassa jarðar er í hafinu, þökk sé þessum litlu fiskum og gríðarstórum stofnum annarra fiska og hvala og fleiri dýra.

En hvernig lifa stirnar? Þeir eru með lífljómandi frumur á kviðnum sem laða að sér smávaxin dýr. Kjafturinn á stirnum er geysistór og eru tennur þeirra hlutfallslega stórar sem gerir þeim auðveldara fyrir að hremma bráð í rökkrinu í hafdjúpunum. Rannsóknir á magainnihaldi stirna bendir til að þeir éti aðallega smærri fiska og krabbadýr sem fyrirfinnast á þessu dýpi. Aftur á móti eru stirnar mikilvæg bráð fyrir stærri fiska og hvali sem kafa niður á þetta dýpi, til að mynda búrhvali og sennilega svínhvali.

Stirnar eru að öllum líkindum kynskiptingar eða protandrous en þeir byrja lífið sem karldýr en umbreytast síðan yfir í kvendýr. Þessi háttur er þekktur hjá fjölmörgum tegundum landhryggleysingja, svo sem lindýra, til dæmis ánamaðka og jafnvel skordýra, til dæmis fiðrilda.

Miðsævið, hið svokallaða „twilight zone“ í hafinu, nýtur nú aukinnar athygli sjávarlíffræðinga vegna feiknamikils lífmassa en talið er að lífmassinn á þessum svæðum í hafdjúpunum sé allt að 10 milljarðar tonna. Ef til vill er þarna að finna framtíðar prótínuppsprettu fyrir mannkynið.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

...