Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rauðvín grennandi?

Lára G. Sigurðardóttir

Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi.

Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinnur gegn fitumyndun. [2] Ein kenningin er sú að resveratról minnki nýmyndun fituvefs og nýjasta kenningin er sú að resveratról hafi áhrif á genatjáningu hvítra (venjulegra) fitufruma þannig að þær breytast í ljósbrúnar fitufrumur. Ljósbrúna fitan hefur svipaða eiginleika og brúna (fóstur) fitan á þann hátt að brenna fitu, það er breyta fitu í varma. [3]

Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að rauðvín sé grennandi. Ekkert styður það.

Fituvefur með ólík hlutverk

Nýburar fæðast með tvenns konar fitu, hvíta og brúna. Brúna fitan breytir fitu (orku) í varma. Það hjálpar nýburum að halda á sér hita því þeir tapa varma auðveldlega vegna hlutfallslega lítils rúmmáls. Eftir því sem barnið eldist minnkar brúna fitan og við fullorðinsaldur er hún að mestu horfin. Aftur á móti er hlutverk hvítu fitunnar að geyma orku á formi fitu (þríglýseríða) en ekki brenna henni eins og brúna fitan gerir.[4]

Stutt er síðan vísindamenn uppgötvuðu svokallaða ljósbrúna fitu, sem er mitt á milli hvítu og brúnu fitunnar. Ljósbrúna fitan geymir fitu, eins og hvíta fitan, en hægt er að örva hana til að að framleiða varma, eins og á við um brúnu fituna. [5] Brúna, ljósbrúna og hvíta fitan gegna þannig mismunandi hlutverki í að halda orkubúskap líkamans í jafnvægi. Auk þess að geyma orku á formi þríglýseríða seytir hvíta fitan nokkrum hormónum eins og leptíni og interleukíni-6. Of mikil hvít fita og ofgnótt af fyrrgreindum hormónum er talið ýta undir bólgusvörun í líkamanum og auka þannig hættu á myndun sjúkdóma eins og sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmissa krabbameina.[6] [7][8]

Hvaðan kemur resveratról?

Resveratról er náttúrulegt pólýfenól sem plöntur framleiða þegar þær verða fyrir hnjaski og þegar sýklar, eins og bakteríur eða skordýr, herja á þær.[9] Resveratról finnst aðallega í hýði vínberja, bláberja, hindberja, jarðarberja og epla. Það er oft notað í rannsóknum til að kanna virkni pólýfenóla, sem talin eru geta haft svipaða virkni og resveratról.

Mýs eru ekki menn

Allar þær rannsóknir sem sýna að resveratról hafi grennandi áhrif byggjast á niðurstöðum sem fengnar voru úr tilraunaglösum eða dýrarannsóknum. Þó svo resveratról hafi grennandi áhrif á frumur í tilraunaglasi eða dýr sem fá efnið í stórum skömmtum er ekki þar með sagt að það hafi sömu áhrif á menn.

Oft eru mýs notaðar í rannsóknum en varast ber að yfirfæra niðurstöður þeirra rannsókna yfir á menn.

Í tilraunaglösum er resveratról haft í þeim styrkleika sem manninum er ókleift að innbyrða í sambærilegu magni. Einnig eru efnaskipti hjá mönnum ekki þau sömu og hjá músum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Lifrin breytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og líkaminn getur því ekki nýtt sér það óbreytt nema í mjög litlu magni.[10] Resveratról hefur talsvert verið rannsakað og enn er ekki vitað hvaða áhrif það hefur á menn.[11] Því eru engar vísbendingar enn sem komið er um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Magnið sem þarf að gefa mús svo hún grennist samsvarar því að maður drekki meira en 1.000 lítra af rauðvíni á dag.[12]

Menn þyrftu að drekka 1.000 lítra af rauðvíni á dag til að innbyrða sama magn af resveratróli og músum er gefið í tilraunum.

Resveratról síast burt í vinnslu rauðvíns

Við verðum því að fara mjög varlega í að álykta að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Síðast þegar þessi umræða fór af stað í fjölmiðlum var gefin röng mynd af ályktun vísindamannanna. Höfundar rannsóknarinnar sögðu að vísbendingar væru um að neysla á ávöxtum og berjum gæti haft grennandi áhrif. Vísindamennirnir minntust ekki á rauðvín í þessu samhengi.[13] Þvert á móti bentu þeir á að resveratról síast burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum.

Rauðvín inniheldur krabbameinsvaldandi efni

Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu í sjálfu sér, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli.[14] Áfengi hefur einnig fleiri neikvæð áhrif sem ekki verður farið nánar út í hér.

Ávextir og grænmeti innihalda efni með svipaða virkni og resveratról

Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er yfirflokkur resveratróls og annarra efna sem talin eru hafa svipaða virkni. Talsvert af pólýfenólum er að finna í ávöxtum, grænmeti, súkkulaði, jómfrúarólífuolíu og hnetum.[15] Sýnt hefur verið fram á að pólýfenól, þar á meðal resveratról, geti aukið genatjáningu sem hvetur ferli sem breytir fitu í orku eins og hita. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti en ráðlagður dagskammtur er 500 grömm.[16] Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín þar sem ekki er búið að sía þau frá í vinnsluferlinu.

Sagan sem sögð er af grennandi áhrifum rauðvínsdrykkju er því ólíkleg til að vera sönn. Í fréttum kom fram að resveratról finnist í minna magni í rauðvíni en vínberjum sem ekki er búið að eiga við. Samt er fyrirsögnin að rauðvínsdrykkja sé grennandi. Vínber þykja ekki jafn fréttnæm. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.

Samantekt:
  • Resveratról hefur grennandi áhrif í tilraunaglasa- og dýrarannsóknum.
  • Áhrif resveratróls í tilraunarannsóknum er í magni sem manninum er ókleift að innbyrða.
  • Resveratról hefur önnur áhrif í músum en mönnum því það er brotið niður í lifrinni hjá mönnum áður en það berst í blóðrásina.
  • Resveratról finnst í litlu magni í rauðvíni.
  • Resveratról síast burt við framleiðslu á rauðvíni.
  • Resveratról finnst í mun meira magni í vínberjum og bláberjum en rauðvíni.
  • Ef resveratról hefur grennandi áhrif á menn þá er líklegra að við sjáum árangur með því að borða ber eins og vínber og bláber en ekki með því að auka rauðvínsdrykkju.

Tilvísanir:
  1. ^ http://www.ruv.is/frett/raudvinsdrykkja-getur-verid-grennandi. (Skoðað 11.09.2015).
  2. ^ http://www.mdpi.com/1420-3049/19/11/18632/htm. (Skoðað 11.09.2015).
  3. ^ http://www.nature.com/ijo/journal/v39/n6/full/ijo201523a.html. (Skoðað 11.09.2015).
  4. ^ http://www.nejm.org/doi/pdf/10.1056/NEJMoa0808949. (Skoðað 11.09.2015).
  5. ^ http://www.cell.com/abstract/S0092-8674(12)00595-8. (Skoðað 11.09.2015).
  6. ^ www.nature.com/nature/journal/v444/n7121/abs/nature05487.html. (Skoðað 11.09.2015).
  7. ^ http:/www.nature.com/nrm/journal/v9/n5/full/nrm2391.html. (Skoðað 11.09.2015).
  8. ^ http://www.cancer.gov/about-cancer/causes-prevention/risk/obesity/obesity-fact-sheet#q3. (Skoðað 11.09.2015).
  9. ^ https:en.wikipedia.org/wiki/Resveratrol. (Skoðað 11.09.2015).
  10. ^ http://dmd.aspetjournals.org/content/32/12/1377. (Skoðað 11.09.2015).
  11. ^ http:onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/nyas.12141/epdf. (Skoðað 11.09.2015).
  12. ^ http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/heart-disease/in-depth/red-wine/art-20048281?pg=1. (Skoðað 11.09.2015).
  13. ^ http://www.sciencedaily.com/releases/2015/06/150618174205.htm. (Skoðað 11.09.2015).
  14. ^ http://www.cancer.gov/about-cancer/causes-prevention/risk/alcohol/alcohol-fact-sheet. (Skoðað 11.09.2015).
  15. ^ http://www.mdpi.com/1422-0067/11/4/1321. (Skoðað 11.09.2015).
  16. ^ http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/radleggingar-um-mataraedi-2015.pdf. (Skoðað 11.09.2015).

Myndir:

Höfundur

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Útgáfudagur

25.9.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Lára G. Sigurðardóttir. „Er rauðvín grennandi?“ Vísindavefurinn, 25. september 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70488.

Lára G. Sigurðardóttir. (2015, 25. september). Er rauðvín grennandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70488

Lára G. Sigurðardóttir. „Er rauðvín grennandi?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70488>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rauðvín grennandi?
Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi.

Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinnur gegn fitumyndun. [2] Ein kenningin er sú að resveratról minnki nýmyndun fituvefs og nýjasta kenningin er sú að resveratról hafi áhrif á genatjáningu hvítra (venjulegra) fitufruma þannig að þær breytast í ljósbrúnar fitufrumur. Ljósbrúna fitan hefur svipaða eiginleika og brúna (fóstur) fitan á þann hátt að brenna fitu, það er breyta fitu í varma. [3]

Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að rauðvín sé grennandi. Ekkert styður það.

Fituvefur með ólík hlutverk

Nýburar fæðast með tvenns konar fitu, hvíta og brúna. Brúna fitan breytir fitu (orku) í varma. Það hjálpar nýburum að halda á sér hita því þeir tapa varma auðveldlega vegna hlutfallslega lítils rúmmáls. Eftir því sem barnið eldist minnkar brúna fitan og við fullorðinsaldur er hún að mestu horfin. Aftur á móti er hlutverk hvítu fitunnar að geyma orku á formi fitu (þríglýseríða) en ekki brenna henni eins og brúna fitan gerir.[4]

Stutt er síðan vísindamenn uppgötvuðu svokallaða ljósbrúna fitu, sem er mitt á milli hvítu og brúnu fitunnar. Ljósbrúna fitan geymir fitu, eins og hvíta fitan, en hægt er að örva hana til að að framleiða varma, eins og á við um brúnu fituna. [5] Brúna, ljósbrúna og hvíta fitan gegna þannig mismunandi hlutverki í að halda orkubúskap líkamans í jafnvægi. Auk þess að geyma orku á formi þríglýseríða seytir hvíta fitan nokkrum hormónum eins og leptíni og interleukíni-6. Of mikil hvít fita og ofgnótt af fyrrgreindum hormónum er talið ýta undir bólgusvörun í líkamanum og auka þannig hættu á myndun sjúkdóma eins og sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, og ýmissa krabbameina.[6] [7][8]

Hvaðan kemur resveratról?

Resveratról er náttúrulegt pólýfenól sem plöntur framleiða þegar þær verða fyrir hnjaski og þegar sýklar, eins og bakteríur eða skordýr, herja á þær.[9] Resveratról finnst aðallega í hýði vínberja, bláberja, hindberja, jarðarberja og epla. Það er oft notað í rannsóknum til að kanna virkni pólýfenóla, sem talin eru geta haft svipaða virkni og resveratról.

Mýs eru ekki menn

Allar þær rannsóknir sem sýna að resveratról hafi grennandi áhrif byggjast á niðurstöðum sem fengnar voru úr tilraunaglösum eða dýrarannsóknum. Þó svo resveratról hafi grennandi áhrif á frumur í tilraunaglasi eða dýr sem fá efnið í stórum skömmtum er ekki þar með sagt að það hafi sömu áhrif á menn.

Oft eru mýs notaðar í rannsóknum en varast ber að yfirfæra niðurstöður þeirra rannsókna yfir á menn.

Í tilraunaglösum er resveratról haft í þeim styrkleika sem manninum er ókleift að innbyrða í sambærilegu magni. Einnig eru efnaskipti hjá mönnum ekki þau sömu og hjá músum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Lifrin breytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og líkaminn getur því ekki nýtt sér það óbreytt nema í mjög litlu magni.[10] Resveratról hefur talsvert verið rannsakað og enn er ekki vitað hvaða áhrif það hefur á menn.[11] Því eru engar vísbendingar enn sem komið er um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Magnið sem þarf að gefa mús svo hún grennist samsvarar því að maður drekki meira en 1.000 lítra af rauðvíni á dag.[12]

Menn þyrftu að drekka 1.000 lítra af rauðvíni á dag til að innbyrða sama magn af resveratróli og músum er gefið í tilraunum.

Resveratról síast burt í vinnslu rauðvíns

Við verðum því að fara mjög varlega í að álykta að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Síðast þegar þessi umræða fór af stað í fjölmiðlum var gefin röng mynd af ályktun vísindamannanna. Höfundar rannsóknarinnar sögðu að vísbendingar væru um að neysla á ávöxtum og berjum gæti haft grennandi áhrif. Vísindamennirnir minntust ekki á rauðvín í þessu samhengi.[13] Þvert á móti bentu þeir á að resveratról síast burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum.

Rauðvín inniheldur krabbameinsvaldandi efni

Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu í sjálfu sér, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli.[14] Áfengi hefur einnig fleiri neikvæð áhrif sem ekki verður farið nánar út í hér.

Ávextir og grænmeti innihalda efni með svipaða virkni og resveratról

Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er yfirflokkur resveratróls og annarra efna sem talin eru hafa svipaða virkni. Talsvert af pólýfenólum er að finna í ávöxtum, grænmeti, súkkulaði, jómfrúarólífuolíu og hnetum.[15] Sýnt hefur verið fram á að pólýfenól, þar á meðal resveratról, geti aukið genatjáningu sem hvetur ferli sem breytir fitu í orku eins og hita. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti en ráðlagður dagskammtur er 500 grömm.[16] Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín þar sem ekki er búið að sía þau frá í vinnsluferlinu.

Sagan sem sögð er af grennandi áhrifum rauðvínsdrykkju er því ólíkleg til að vera sönn. Í fréttum kom fram að resveratról finnist í minna magni í rauðvíni en vínberjum sem ekki er búið að eiga við. Samt er fyrirsögnin að rauðvínsdrykkja sé grennandi. Vínber þykja ekki jafn fréttnæm. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.

Samantekt:
  • Resveratról hefur grennandi áhrif í tilraunaglasa- og dýrarannsóknum.
  • Áhrif resveratróls í tilraunarannsóknum er í magni sem manninum er ókleift að innbyrða.
  • Resveratról hefur önnur áhrif í músum en mönnum því það er brotið niður í lifrinni hjá mönnum áður en það berst í blóðrásina.
  • Resveratról finnst í litlu magni í rauðvíni.
  • Resveratról síast burt við framleiðslu á rauðvíni.
  • Resveratról finnst í mun meira magni í vínberjum og bláberjum en rauðvíni.
  • Ef resveratról hefur grennandi áhrif á menn þá er líklegra að við sjáum árangur með því að borða ber eins og vínber og bláber en ekki með því að auka rauðvínsdrykkju.

Tilvísanir:
  1. ^ http://www.ruv.is/frett/raudvinsdrykkja-getur-verid-grennandi. (Skoðað 11.09.2015).
  2. ^ http://www.mdpi.com/1420-3049/19/11/18632/htm. (Skoðað 11.09.2015).
  3. ^ http://www.nature.com/ijo/journal/v39/n6/full/ijo201523a.html. (Skoðað 11.09.2015).
  4. ^ http://www.nejm.org/doi/pdf/10.1056/NEJMoa0808949. (Skoðað 11.09.2015).
  5. ^ http://www.cell.com/abstract/S0092-8674(12)00595-8. (Skoðað 11.09.2015).
  6. ^ www.nature.com/nature/journal/v444/n7121/abs/nature05487.html. (Skoðað 11.09.2015).
  7. ^ http:/www.nature.com/nrm/journal/v9/n5/full/nrm2391.html. (Skoðað 11.09.2015).
  8. ^ http://www.cancer.gov/about-cancer/causes-prevention/risk/obesity/obesity-fact-sheet#q3. (Skoðað 11.09.2015).
  9. ^ https:en.wikipedia.org/wiki/Resveratrol. (Skoðað 11.09.2015).
  10. ^ http://dmd.aspetjournals.org/content/32/12/1377. (Skoðað 11.09.2015).
  11. ^ http:onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/nyas.12141/epdf. (Skoðað 11.09.2015).
  12. ^ http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/heart-disease/in-depth/red-wine/art-20048281?pg=1. (Skoðað 11.09.2015).
  13. ^ http://www.sciencedaily.com/releases/2015/06/150618174205.htm. (Skoðað 11.09.2015).
  14. ^ http://www.cancer.gov/about-cancer/causes-prevention/risk/alcohol/alcohol-fact-sheet. (Skoðað 11.09.2015).
  15. ^ http://www.mdpi.com/1422-0067/11/4/1321. (Skoðað 11.09.2015).
  16. ^ http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/radleggingar-um-mataraedi-2015.pdf. (Skoðað 11.09.2015).

Myndir:

...