Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 95 svör fundust
Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fy...
Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?
Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...
Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?
Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...
Hvers vegna er talað um að vera horaður, tengist það eitthvað hori sem kemur úr nefinu?
Lýsingarorðið horaður 'mjög magur' er dregið af nafnorðinu hor 'megurð, vesæld' með viðskeytinu -aður. Hor í þessari merkingu á ekki skylt við hor í merkingunni 'slímrennsli í nefi' (sjá Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar 1989:362). Röntgenmynd af efri hluta mannslíkama. Talað er um að skepnur de...
Hvað geta krókódílar hlaupið hratt?
Krókódílar virðast vera silalegar skepnur og það er óþekkt að þeir hafi hlaupið uppi bráð. Hins vegar búa krókódílar yfir óvenju mikilli snerpu og geta komið væntanlegri bráð sinni á óvart með árás úr launsátri. Þessi veiðiaðferð er nánast algild meðal landskriðdýra enda eru þau afar úthaldslitlar skepnur. Kr...
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?
Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...
Hvaða búr er í Búrfelli?
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau. Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús. Forliður nafnsins Búr...
Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?
Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar: Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efs...
Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?
Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...
Hvert er ljótasta dýr í heimi?
Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...
Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...
Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?
Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...
Ef sólin væri græn, væri þá grasið gult?
Stutta svarið er nei. Í venjulegri dagsbirtu er grasið grænt, því það speglar græna hluta sólarljóssins, en drekkur í sig orku úr rauða hlutanum og þeim bláa. Grasið nýtir bláa og rauða ljósið til ljóstillífunar, en sólundar því græna til að gera umhverfið áhugaverðara fyrir menn og skepnur. Ef sólarljósið snö...
Hvað er hjarta búrhvals þungt?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...
Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...