Rostungar voru mikið veiddir fyrr á tímum og var þá sérstaklega verið að sækjast eftir tönnum þeirra.
Áður fyrr voru rostungar mikið veiddir af svokölluðum iðnvæddum ríkjum norðurhjarans og fór þeim þá mjög fækkandi. Bann var sett á veiðar í atvinnuskyni árið 1972 og hafa rostungar verið friðaðir síðan en veiðar eru einungis leifðar meðal frumbyggja norðurheimskautsins, í Alaska, Grænlandi, Kanada og Rússlandi. Á þessum áratugum sem rostungar hafa verið friðaðir að mestu hafa stofnarnir rétt verulega úr kútnum. Nú er stofnstærðin 200-225 þúsund dýr.