Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 648 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

category-iconStjórnmálafræði

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ? Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er femínismi það sama og kvenfrelsi?

Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?

Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?

Ragnheiður Kristjánsdóttir er dósent við sagnfræði- og heimspekideild og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu nítjándu og tuttugustu aldar, einkum vinstri hreyfinguna, verkalýðssögu og þróun lýðræðis. Nýjustu rannsóknir Ragnheiðar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...

category-iconLögfræði

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið?

Kvennaframboð (1982-1986) og Kvennalisti (1983-1999) Kvennaframboð og Kvennalisti voru kvennahreyfingar sem vildu vinna að bættri stöðu kvenna. Þær vildu breyta hugarfari og gildismati í samfélaginu, þær vildu gera konur sýnilegar, koma fleiri konum til valda og vera þar sem ráðum var ráðið. Þær vildu óhefðbund...

category-iconLögfræði

Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconLögfræði

Hvaða réttindi þarf maður að hafa til þess að gifta fólk?

Um heimildir til þess að gifta hjónaefni er fjallað í IV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993. Þar segir í 16. gr. að stofna megi til hjúskapar fyrir presti, forstöðumanni skráðs trúfélags skv. 17. gr. sömu laga, eða borgaralegum vígslumanni. Íslenskir vígslumenn geta starfað erlendis og erlendir vígslumenn hér á land...

category-iconHagfræði

Af hverju fá konur lægri laun en karlar?

Einföld túlkun á forsendu spurningarinnar er að laun allra kvenna séu lægri en laun allra karla. Þannig er það ekki. Auðvelt er að finna dæmi um konur sem eru með hærri laun en þorri karla, óháð því hver starfsvettvangur viðkomandi er. Tekjuhæsta kona á tekjulista Stundarinnar árið 2022 er með 845 milljónir í árs...

Fleiri niðurstöður