Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 28 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka leitarvélar?

Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...

category-iconLandafræði

Hvað er Snjóöldufjallgarður?

Snjóöldufjallgarður er örnefni um tiltekin fjöll sem liggja frá suðvestri til norðausturs fyrir austan Veiðivötn, en þau eru suðvestan undir Vatnajökli. Hægt er að finna ljósmyndir af fjöllunum með því að setja heitið inn í Google eða aðrar leitarvélar á vefnum. Einnig er hægt að sjá fjallgarðinn á korti á vef...

category-iconLandafræði

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?

Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...

category-iconJarðvísindi

Hvar get ég séð myndir af jarðvegsrofi?

Það er hægt að fletta upp í bókum sem fjalla um þessi mál og einnig er hægt að finna myndir á Netinu. Oft fást fleiri leitarniðurstöður ef menn notast við enska hugtakið, sem í þessu tilfelli er erosion. Með því að setja inn erosion í myndaleit Google er hægt að sjá myndir sem sýna jarðvegsrof og til þess að sjá m...

category-iconÞjóðfræði

Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?

Vísindavefurinn fær stundum fyrirspurnir um hvort til séu þjóðsögur eða sagnir sem tengjast tilteknum stað og hvort einhvers staðar sé hægt að leita að slíkum sögum. Einnig er stundum spurt um tiltekna sögu og hvort hægt sé að rifja hana upp. Dæmi um svona spurningar eru: Hvernig er þjóðsagan um Einbjörn Tvíbjörn...

category-iconFöstudagssvar

Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?

Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?

Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum....

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?

Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða? er útskýrt hvernig hægt er að finna hnattstöðu tiltekinna staða með vísan í bauganet. Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér það svar. Vísindavefurinn hefur einnig verið spurður um legu landa, það er á hvaða len...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Etna síðast?

Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...

category-iconVísindi almennt

Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...

category-iconJarðvísindi

Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?

Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna). ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

Fleiri niðurstöður