Árið 1956 var skráð á Hagstofu Frakklands félag sem hét Regla Síons, eða Bræðralag Síons (e. Priory of Sion, f. Prieuré de Sion) eins og það er kallað í Da Vinci lyklinum. Fjórir ábyrgðarmenn voru skráðir fyrir því, meðal þeirra Andre Bonhomme sem var forseti félagsins og stjórnarformaðurinn Pierre Plantard. Plantard sagði af sér árið 1984. Enginn veit hvort félagið starfaði áfram eftir það. Andre Bonhomme gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í BBC um félagið árið 1996:
Regla Síonar er ekki lengur til. Við vorum ekki stjórnmálahreyfing. Þetta voru bara fjórir vinir sem komu saman sér til gamans. Við kölluðum okkur Reglu Síons eftir samnefndu fjalli þar sem við áttum heima.Þess má geta að fjallið sem þarna er nefnt er Col du Mont Sion sem er rétt utan við bæinn Annemasse.
Fjallið Col du Mont Sion er rétt við landamæri Frakklands og Sviss. Ekki er vitað til þess að hjólreiðakappinn á myndinni hafi nokkur tengsl við Bræðralag Síons.
- Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur? eftir Þórhall Heimisson
- Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson og Jón Gunnar Þorsteinsson
- Masonic Bookstore. Sótt 16.11.2005.
- Femin.is. Sótt 16.11.2005.
- www.pev-geneve.ch. Sótt 16.11.2005.