Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?

Kristján Rúnar Kristjánsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers konar andefni er um að ræða í bókinni Englar og djöflar eftir Dan Brown?
Í spennusögunni Englar og djöflar segir frá dularfullu leynifélagi sem felur tæpt gramm af andefni í Vatíkaninu og hótar að sprengja Páfagarð í loft upp. Þegar líða tekur á söguna kemur í ljós .... [þeir sem vilja lesa meira um söguþráðinn geta smell á þennan hlekk]

Í sögunni takast á einfaldar andstæður trúar og hátæknivísinda. Eitt markmið leynifélagsins er að sýna fram á yfirburði trúarinnar og efla hlut hennar í flóknum nútímaheimi. Vísindunum í bókinni er bæði teflt fram sem andstæðingi trúarinnar og sem bandamanni hennar. Andefnisrannsóknirnar eru til að mynda stundaðar með mikilli leynd af kaþólskum vísindamanni sem hefur í hyggju að komast til botns í því hvernig Guð skapaði heiminn. Yfirmaður rannsóknastöðvarinnar er hins vegar "hreinræktaður" vísindamaður, andsnúinn öllu trúarlegu og minnir eflaust suma eilítið á breska vísindamanninn Stephen Hawking, því hann er lamaður og ekur um í hjólastól.

Í sögunni er andefninu stolið frá Evrópsku rannsóknastöðinni í öreindafræði, CERN, en hún er skammt frá borginni Genf í Sviss. Margir vita að Veraldarvefurinn á rætur að rekja þangað en þar var fyrsta vefsíðan birt í ágúst 1991.

Við höfum fjallað nokkuð um andefni á Vísindavefnum, meðal annars í svörum við spurningunum Hvað er andefni og Hvað felst mikil orka í andefni? Þar kemur fram að andefni er eins konar spegilmynd venjulegs efnis. Þegar öreind og samsvarandi andeind koma saman eyða þær hvor annarri og orkan sem fólgin var í massa þeirra losnar úr læðingi.

Ef hálft gramm af andefni kæmist í snertingu við hálft gramm af venjulegu efni mundi orkan sem losnar samsvara orkunni í kjarnorkusprengjunni sem lagði Hiroshima í rúst í lok seinni heimstyrjaldar.

Andefni í óvinahöndum hljómar því ekkert sérstaklega gæfulega og það er skiljanlegt að það fari hrollur um menn þegar þeir frétta af andefnisverksmiðjunni í CERN sem framleiðir andefni á hverjum degi. En það er samt engin ástæða fyrir almenning að örvænta því þótt vísindamenn séu orðnir nokkuð góðir í að framleiða andefni er afar erfitt að geyma það nema í örstutta stund.

Andefnið sem um ræðir í Englum og djöflum er nákvæmlega eins og andefnið sem framleitt er í öreindahröðlum í CERN, en þeir eru geysistórir og notaðar til að skyggnast inn í smæstu eindir efnisins. Það sem er óvenjulegt í bókinni er hvernig andefnið er geymt og hvað það er í miklu magni.



Horft inn eftir göngum í nýjum öreindahraðli sem verið er að smíða í CERN. Göngin eru 27 km löng.

Skipta má geymslu á andefni í tvö tilvik. Ef andefnið er óhlaðið eru engar aðferðir þekktar til að halda því frá venjulegu efni og því eyðist það samstundis.

Ef andefnið er rafhlaðið eins og til dæmis jákvætt hlaðin andrafeind (líka kölluð jáeind) eða neikvætt hlaðin andróteind, er hægt að geyma það í svokölluðum "rafsegulflöskum" svipuðum þeim sem lýst er í bókinni. Galdurinn er sá að rafhlaðnar agnir komast ekki beint áfram í segulsviði heldur fara þær í hringi. Með því að stilla rafsegulsviðið rétt má neyða agnirnar til þess að hreyfast í spíral fram og til baka án þess að snerta veggi ílátsins og eyðast.

Gallinn við þessa aðferð er hins vegar sá að á milli hleðslna með sama formerki verkar fráhrindikraftur og því er ekki hægt að geyma mikið magn af andrafeindum í sama íláti. Rafkrafturinn á milli þeirra verður of sterkur til að segulsviðið geti haldið þeim frá veggjum ílátsins. Það er ekki hægt að leysa vandann með því að blanda saman andrafeindum og andróteindum því þær myndu bindast saman í andvetni sem er óhlaðið.

Í andefnisverksmiðjunni í CERN eru framleiddar um það bil tíu milljón andróteindir á hverri sekúndu. Þetta gæti hljómað eins og há tala en hafa verður í huga að í einu grammi af andvetni eru 6*1023 andróteindir svo það myndi taka milljarð ára að framleiða andróteindir í hálft gramm og þar að auki yrði ómögulegt að halda slíku magni af neikvætt hlöðnu andefni í skefjum.

Þótt bókin Englar og djöflar byggi að hluta til á staðreyndum um andefni verður hún samt að flokkast sem vísindaskáldsaga þar sem höfundurinn fer frjálslega með þekkingu vísindanna þegar honum býður svo við að horfa vegna bókmenntalegra sjónarmiða.

Mynd: CERN document server

Höfundar

doktor í eðlisfræði

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.5.2005

Spyrjandi

Helga Jónsdóttir

Tilvísun

Kristján Rúnar Kristjánsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5005.

Kristján Rúnar Kristjánsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 18. maí). Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5005

Kristján Rúnar Kristjánsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5005>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvers konar andefni er um að ræða í bókinni Englar og djöflar eftir Dan Brown?
Í spennusögunni Englar og djöflar segir frá dularfullu leynifélagi sem felur tæpt gramm af andefni í Vatíkaninu og hótar að sprengja Páfagarð í loft upp. Þegar líða tekur á söguna kemur í ljós .... [þeir sem vilja lesa meira um söguþráðinn geta smell á þennan hlekk]

Í sögunni takast á einfaldar andstæður trúar og hátæknivísinda. Eitt markmið leynifélagsins er að sýna fram á yfirburði trúarinnar og efla hlut hennar í flóknum nútímaheimi. Vísindunum í bókinni er bæði teflt fram sem andstæðingi trúarinnar og sem bandamanni hennar. Andefnisrannsóknirnar eru til að mynda stundaðar með mikilli leynd af kaþólskum vísindamanni sem hefur í hyggju að komast til botns í því hvernig Guð skapaði heiminn. Yfirmaður rannsóknastöðvarinnar er hins vegar "hreinræktaður" vísindamaður, andsnúinn öllu trúarlegu og minnir eflaust suma eilítið á breska vísindamanninn Stephen Hawking, því hann er lamaður og ekur um í hjólastól.

Í sögunni er andefninu stolið frá Evrópsku rannsóknastöðinni í öreindafræði, CERN, en hún er skammt frá borginni Genf í Sviss. Margir vita að Veraldarvefurinn á rætur að rekja þangað en þar var fyrsta vefsíðan birt í ágúst 1991.

Við höfum fjallað nokkuð um andefni á Vísindavefnum, meðal annars í svörum við spurningunum Hvað er andefni og Hvað felst mikil orka í andefni? Þar kemur fram að andefni er eins konar spegilmynd venjulegs efnis. Þegar öreind og samsvarandi andeind koma saman eyða þær hvor annarri og orkan sem fólgin var í massa þeirra losnar úr læðingi.

Ef hálft gramm af andefni kæmist í snertingu við hálft gramm af venjulegu efni mundi orkan sem losnar samsvara orkunni í kjarnorkusprengjunni sem lagði Hiroshima í rúst í lok seinni heimstyrjaldar.

Andefni í óvinahöndum hljómar því ekkert sérstaklega gæfulega og það er skiljanlegt að það fari hrollur um menn þegar þeir frétta af andefnisverksmiðjunni í CERN sem framleiðir andefni á hverjum degi. En það er samt engin ástæða fyrir almenning að örvænta því þótt vísindamenn séu orðnir nokkuð góðir í að framleiða andefni er afar erfitt að geyma það nema í örstutta stund.

Andefnið sem um ræðir í Englum og djöflum er nákvæmlega eins og andefnið sem framleitt er í öreindahröðlum í CERN, en þeir eru geysistórir og notaðar til að skyggnast inn í smæstu eindir efnisins. Það sem er óvenjulegt í bókinni er hvernig andefnið er geymt og hvað það er í miklu magni.



Horft inn eftir göngum í nýjum öreindahraðli sem verið er að smíða í CERN. Göngin eru 27 km löng.

Skipta má geymslu á andefni í tvö tilvik. Ef andefnið er óhlaðið eru engar aðferðir þekktar til að halda því frá venjulegu efni og því eyðist það samstundis.

Ef andefnið er rafhlaðið eins og til dæmis jákvætt hlaðin andrafeind (líka kölluð jáeind) eða neikvætt hlaðin andróteind, er hægt að geyma það í svokölluðum "rafsegulflöskum" svipuðum þeim sem lýst er í bókinni. Galdurinn er sá að rafhlaðnar agnir komast ekki beint áfram í segulsviði heldur fara þær í hringi. Með því að stilla rafsegulsviðið rétt má neyða agnirnar til þess að hreyfast í spíral fram og til baka án þess að snerta veggi ílátsins og eyðast.

Gallinn við þessa aðferð er hins vegar sá að á milli hleðslna með sama formerki verkar fráhrindikraftur og því er ekki hægt að geyma mikið magn af andrafeindum í sama íláti. Rafkrafturinn á milli þeirra verður of sterkur til að segulsviðið geti haldið þeim frá veggjum ílátsins. Það er ekki hægt að leysa vandann með því að blanda saman andrafeindum og andróteindum því þær myndu bindast saman í andvetni sem er óhlaðið.

Í andefnisverksmiðjunni í CERN eru framleiddar um það bil tíu milljón andróteindir á hverri sekúndu. Þetta gæti hljómað eins og há tala en hafa verður í huga að í einu grammi af andvetni eru 6*1023 andróteindir svo það myndi taka milljarð ára að framleiða andróteindir í hálft gramm og þar að auki yrði ómögulegt að halda slíku magni af neikvætt hlöðnu andefni í skefjum.

Þótt bókin Englar og djöflar byggi að hluta til á staðreyndum um andefni verður hún samt að flokkast sem vísindaskáldsaga þar sem höfundurinn fer frjálslega með þekkingu vísindanna þegar honum býður svo við að horfa vegna bókmenntalegra sjónarmiða.

Mynd: CERN document server...