Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?

EDS

Vísindavefurinn fær stundum fyrirspurnir um hvort til séu þjóðsögur eða sagnir sem tengjast tilteknum stað og hvort einhvers staðar sé hægt að leita að slíkum sögum. Einnig er stundum spurt um tiltekna sögu og hvort hægt sé að rifja hana upp. Dæmi um svona spurningar eru:
  • Hvernig er þjóðsagan um Einbjörn Tvíbjörn Þríbjörn?
  • Eru til stuttar íslenskar sögur af ísbjörnum?
  • Eru til þjóðsögur um atburði í Þórsmörk? Ef svo er hvar er hægt að finna þær?
  • Vitið þið um einhverjar sögur/þjóðsögur frá Ásbyrgi og Látrabjargi?
  • Getið þið sagt mér frá einhverri þjóðsögu sem gerðist í Heiðmörk?
  • Eru til einhverjar þjóðsögur um Seltjörn?
  • Eru til eitthverjar þjóðsögur um Drangeyri?
  • Kanntu einhverja þjóðsögu um Esjuna?
  • Hvaða draugasögur hefur Viðfjörður að geyma og hvað gerðist þar?

Nú eru til ýmsir gagnagrunnar sem fólk getur sjálft notað til þess að leita að þjóðsögum og öðrum fróðleik. Einfaldast er að fara inn á leitarvél, eins og til dæmis Google, og athuga hvað kemur upp þegar leitað er eftir efninu sem áhugi er á að fræðast um. Þetta er þó ekki endilega markvissasta eða árangursríkasta aðferðin þar sem leitin getur skilað ótal niðurstöðum sem síðan þarf að fara í gegnum.

„Djákninn á Myrká“ er ein frægasta íslenska draugasagan. Söguna má bæði finna með því að nota Sagnargrunninn og á vef Netútgáfunnar. Myndin er eftir Ásgrím Jónsson, 1916-18.

Benda má á Sagnagrunn sem er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands. Þar er hægt að nota kortið á síðunni eða setja inn leitarorð og fá lista yfir þær sagnir sem innihalda þetta tiltekna orð. Þá má lesa sagnirnar og fá ýmsar upplýsingar um þær, til dæmis hvaðan þær eru komnar.

Einnig er gott og gaman að fletta upp í Ísmús sem stendur fyrir íslenskan músík- og menningararf Ísmús er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Þar er til dæmis hægt að finna þjóðsögur sem varðveittar eru á upptökum en eru ekki til prentaðar. Oft er hægt að hlusta á þær á þessum vef.

Á vef Netútgáfunnar er samansafn af ýmiss konar efni, þar á meðal þjóðsögum og ævintýrum. Því miður er ekki boðið upp á að leita beint á vefnum en hægt er að nýta leitarvélar, eins og til dæmis Google. Ef finna á þjóðsögur þar sem Látrabjarg kemur við sögu má setja sem leitarorð: Látrabjarg site:snerpa.is/net en þá er eingöngu leitað á vef Netútgáfunnar.

Vafalaust eru fleiri leiðir til þess að leita að sögnum en þessar ábendingar ættu að geta hjálpað fólki eitthvað áfram í leit sinni.

Mynd:
  • Í eigu Listasafns Íslands.


Aðalheiði Guðmundsdóttur, lektor í þjóðfræði við HÍ, er þökkuð góð aðstoð og ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

22.11.2012

Síðast uppfært

22.5.2017

Spyrjandi

Ólafía Bjarnadóttir, Davíð Örn Pálsson, Pétur Valur, Gríma Bjartmarz, Helga Magnúsdóttir, Margret Scheving, Ástrós Tanja Guðbrandsdóttir, Vilhjálmur Þórhallsson, Sigþór Rögnvar Grétarsson

Tilvísun

EDS. „Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63103.

EDS. (2012, 22. nóvember). Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63103

EDS. „Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63103>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar get ég leitað að þjóðsögum um tiltekinn stað eða atburð?
Vísindavefurinn fær stundum fyrirspurnir um hvort til séu þjóðsögur eða sagnir sem tengjast tilteknum stað og hvort einhvers staðar sé hægt að leita að slíkum sögum. Einnig er stundum spurt um tiltekna sögu og hvort hægt sé að rifja hana upp. Dæmi um svona spurningar eru:

  • Hvernig er þjóðsagan um Einbjörn Tvíbjörn Þríbjörn?
  • Eru til stuttar íslenskar sögur af ísbjörnum?
  • Eru til þjóðsögur um atburði í Þórsmörk? Ef svo er hvar er hægt að finna þær?
  • Vitið þið um einhverjar sögur/þjóðsögur frá Ásbyrgi og Látrabjargi?
  • Getið þið sagt mér frá einhverri þjóðsögu sem gerðist í Heiðmörk?
  • Eru til einhverjar þjóðsögur um Seltjörn?
  • Eru til eitthverjar þjóðsögur um Drangeyri?
  • Kanntu einhverja þjóðsögu um Esjuna?
  • Hvaða draugasögur hefur Viðfjörður að geyma og hvað gerðist þar?

Nú eru til ýmsir gagnagrunnar sem fólk getur sjálft notað til þess að leita að þjóðsögum og öðrum fróðleik. Einfaldast er að fara inn á leitarvél, eins og til dæmis Google, og athuga hvað kemur upp þegar leitað er eftir efninu sem áhugi er á að fræðast um. Þetta er þó ekki endilega markvissasta eða árangursríkasta aðferðin þar sem leitin getur skilað ótal niðurstöðum sem síðan þarf að fara í gegnum.

„Djákninn á Myrká“ er ein frægasta íslenska draugasagan. Söguna má bæði finna með því að nota Sagnargrunninn og á vef Netútgáfunnar. Myndin er eftir Ásgrím Jónsson, 1916-18.

Benda má á Sagnagrunn sem er kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands. Þar er hægt að nota kortið á síðunni eða setja inn leitarorð og fá lista yfir þær sagnir sem innihalda þetta tiltekna orð. Þá má lesa sagnirnar og fá ýmsar upplýsingar um þær, til dæmis hvaðan þær eru komnar.

Einnig er gott og gaman að fletta upp í Ísmús sem stendur fyrir íslenskan músík- og menningararf Ísmús er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Þar er til dæmis hægt að finna þjóðsögur sem varðveittar eru á upptökum en eru ekki til prentaðar. Oft er hægt að hlusta á þær á þessum vef.

Á vef Netútgáfunnar er samansafn af ýmiss konar efni, þar á meðal þjóðsögum og ævintýrum. Því miður er ekki boðið upp á að leita beint á vefnum en hægt er að nýta leitarvélar, eins og til dæmis Google. Ef finna á þjóðsögur þar sem Látrabjarg kemur við sögu má setja sem leitarorð: Látrabjarg site:snerpa.is/net en þá er eingöngu leitað á vef Netútgáfunnar.

Vafalaust eru fleiri leiðir til þess að leita að sögnum en þessar ábendingar ættu að geta hjálpað fólki eitthvað áfram í leit sinni.

Mynd:
  • Í eigu Listasafns Íslands.


Aðalheiði Guðmundsdóttur, lektor í þjóðfræði við HÍ, er þökkuð góð aðstoð og ábendingar við gerð þessa svars....