Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 168 svör fundust
Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...
Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?
Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...
Er tölugildið af X margliða?
Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...
Hvað eru kronotropismi, inotropismi og dromotropismi í starfsemi hjartans?
Hjartað í okkur hefur innbyggðan gangráð sem myndar rafboð um það bil 100 sinnum á mínútu. Það gerir hjartanu mögulegt að starfa án utanaðkomandi áhrifa frá taugum eða hormónum. Þetta sést best ef hjarta er flutt úr einum einstaklingi í annan en þá þarf það að starfa án tengsla við taugakerfið þar sem enn er ekki ...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...
Hver er munurinn á jákvæðri og neikvæðri styrkingu?
Það er gífurlega mikilvægt fyrir bæði menn og dýr að geta lært af reynslunni. Rándýr sækja á þá staði þar sem þau hafa áður fengið æti. Ef geitungur stingur mann er líklegt að maður sveigi fram hjá slíkum kvikindum í framtíðinni. Brennt barn forðast eldinn. Þegar tiltekin hegðun minnkar eða styrkist í sessi vegna ...
Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?
Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...
Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...
Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?
Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...
Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...
Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?
Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...
Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?
Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...
Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?
Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...
Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...