Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?

Gylfi Magnússon

Öll spurningin hljóðaði svona:
Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein

Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án þess þó að þeir eigi í viðskiptum.

Sem dæmi má nefna að ef ég ákveð að keyra á stórum bensínháki um götur bæjarins og menga þannig andrúmsloftið þá hefur það neikvæð áhrif á aðra. Í þessu tilfelli raunar alla heimsbyggðina, vegna hnattrænnar hlýnunar. Ytri áhrif geta einnig verið jákvæð. Sem dæmi má taka húseiganda sem leggur mikla alúð við garðinn við húsið sitt og gerir hann undurfagran, það hefur jákvæð áhrif á flesta nágrannana, það er þá sem njóta fegurðarinnar, en kannski ekki þá sem fyllast öfund eða samviskubiti vegna þess að þeir sjálfir hafa ekki einu sinni slegið grasflötina sína síðan sláttuvélin bilaði fyrir þremur árum (það síðastnefnda er svo auðvitað dæmi um athafnir, eða öllu heldur athafnaleysi, sem hefur neikvæð ytri áhrif). Bólusetning er annað dæmi. Bólusetning eins minnkar líkur á því að aðrir, jafnvel óbólusettir, smitist og það er vitaskuld jákvætt fyrir þá.

Bólusetning er dæmi um það sem hagfræðingar nefna jákvæð ytri áhrif eða úthrif (e. externalities)

Hið opinbera getur brugðist við ytri áhrifum með ýmsum hætti, bæði ýtt undir jákvæð ytri áhrif og spornað gegn neikvæðum ytri áhrifum. Sem dæmi um aðgerðir til að draga úr neikvæðum ytri áhrifum má nefna skattlagningu og aðrar aðgerðir gegn mengun. Sem dæmi um aðgerðir sem ýta undir jákvæð ytri áhrif má nefna niðurgreiðslu á bólusetningum.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.9.2021

Spyrjandi

Stefán Jón Hafstein

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?“ Vísindavefurinn, 29. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82510.

Gylfi Magnússon. (2021, 29. september). Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82510

Gylfi Magnússon. „Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82510>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein

Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án þess þó að þeir eigi í viðskiptum.

Sem dæmi má nefna að ef ég ákveð að keyra á stórum bensínháki um götur bæjarins og menga þannig andrúmsloftið þá hefur það neikvæð áhrif á aðra. Í þessu tilfelli raunar alla heimsbyggðina, vegna hnattrænnar hlýnunar. Ytri áhrif geta einnig verið jákvæð. Sem dæmi má taka húseiganda sem leggur mikla alúð við garðinn við húsið sitt og gerir hann undurfagran, það hefur jákvæð áhrif á flesta nágrannana, það er þá sem njóta fegurðarinnar, en kannski ekki þá sem fyllast öfund eða samviskubiti vegna þess að þeir sjálfir hafa ekki einu sinni slegið grasflötina sína síðan sláttuvélin bilaði fyrir þremur árum (það síðastnefnda er svo auðvitað dæmi um athafnir, eða öllu heldur athafnaleysi, sem hefur neikvæð ytri áhrif). Bólusetning er annað dæmi. Bólusetning eins minnkar líkur á því að aðrir, jafnvel óbólusettir, smitist og það er vitaskuld jákvætt fyrir þá.

Bólusetning er dæmi um það sem hagfræðingar nefna jákvæð ytri áhrif eða úthrif (e. externalities)

Hið opinbera getur brugðist við ytri áhrifum með ýmsum hætti, bæði ýtt undir jákvæð ytri áhrif og spornað gegn neikvæðum ytri áhrifum. Sem dæmi um aðgerðir til að draga úr neikvæðum ytri áhrifum má nefna skattlagningu og aðrar aðgerðir gegn mengun. Sem dæmi um aðgerðir sem ýta undir jákvæð ytri áhrif má nefna niðurgreiðslu á bólusetningum.

Mynd:...