Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Helga Kress stundað?

Helga Kress er prófessor emeritus í bókmenntafræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Erla Hulda Halldórsdóttir stundað?

Erla Hulda Halldórsdóttir er lektor í sagnfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sérsvið hennar er kvenna- og kynjasaga. Hún hefur stundað rannsóknir á sögu kvenna á 19. og 20. öld með það að markmiði að gera sögu kvenna og kynja sýnilega og að sjálfsögðum hluta Íslandssögunnar. Erla Hulda hefur ...

category-iconHeimspeki

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?

Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar. Steinunn stjórnaði fo...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Ragnheiður Kristjánsdóttir stundað?

Ragnheiður Kristjánsdóttir er dósent við sagnfræði- og heimspekideild og forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu nítjándu og tuttugustu aldar, einkum vinstri hreyfinguna, verkalýðssögu og þróun lýðræðis. Nýjustu rannsóknir Ragnheiðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á mál...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconFornleifafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?

Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig hefur táknmálsmenntun heyrnarlausra verið háttað?

Framhaldsmenntun heyrnarlausra hefur aukist verulega síðan táknmál varð sýnilegra hér á Íslandi sumarið 1986. Það sumar var menningarhátíð fyrir heyrnarlausa á Norðurlöndunum haldin hér á Íslandi. Leikrit á táknmáli var flutt í Þjóðleikhúsinu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, talaði táknmál fy...

category-iconHeimspeki

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...

Fleiri niðurstöður