Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?

Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort kom á undan, eggið eða hænan?

Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...

category-iconVísindavefur

Hvað er Kínamúrinn mörg hænufet?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hversu langt hænufetið er, og í lok svarsins verður gert ráð fyrir að það sé 3 cm. Hitt er svo annað mál að hænur geta tekið löng skref, til dæmis þegar þær hlaupa hratt og eru að flýta sér, þær geta meira að segja lyft sér aðeins á loft með vængjunum þó að þær fljúgi ekk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju strjúka kettir oft?

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem nytjahænur hafa latínuheitið Gallus Domesticus, hefur þá „gamla“ íslenska hænan eitthvert annað nafn, til dæmis Gallus Domesticus Islandicus? Nytjahænsni nútímans eru komin af svonefndum bankívahænsnum (Gallus gallus) en það er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?

Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir það að éta sína eigin tegund?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað heitir það að borða sína eigin tegund? Eins og ef maður borðar mann þá er hann mannæta, en ef hæna borðar hænu? (Erna Kristín) Er til íslensk þýðing fyrir enska orðið "cannibalism"? Mannát á náttúrulega bara um menn sem éta aðra menn en "cannibalism" getur gilt um hva...

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

Fleiri niðurstöður