Hvað heitir það að borða sína eigin tegund? Eins og ef maður borðar mann þá er hann mannæta, en ef hæna borðar hænu? (Erna Kristín) Er til íslensk þýðing fyrir enska orðið "cannibalism"? Mannát á náttúrulega bara um menn sem éta aðra menn en "cannibalism" getur gilt um hvaða dýrategund sem er. (Sigurbjörn Kristjánsson).Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Í vísindum er sambærilegt íslenskt hugtak sjálfsafrán eða sjálfrán, myndað eftir orðinu rándýr sem notað er um dýr sem veiða önnur dýr sér til matar. Þýðingin á cannibalism sem flestir kannast við er mannát. Það er upprunaleg merking orðsins og er aðallega notuð um menn sem leggja sér aðra menn til munns. Stundum er einnig talað um einstaklinga af öðrum dýrategundum sem mannætur, til dæmis mannætutígrisdýr eða mannætuljón. En þá er aðeins átt við dýr sem éta menn.

Alþjóðlega hugtakið yfir það þegar dýr éta eigin tegund er cannibalism. Það á rætur að rekja til Kristófers Kólumbusar sem heyrði svonefnda Taíno-indjána nota sambærileg orð um óvinaþjóðflokka sína sem þeir sögðu stunda mannát. Myndin er lituð trérista af Taíno-indjánum úr ritinu Historia del Mondo Nuovo sem kom fyrst út í Feneyjum 1565.

Myndir teknar í Malaví sem sýna flóðhest og fjóra krókódíla nærast saman á líkama annars flóðhests.
- Silvio A. Bedini (ritstj.), Christopher Columbus and the Age of Exploration: An Encyclopedia, Da Capo Press, New York 1998.
- cannibal | Etymology, origin and meaning of cannibal by etymonline. (Sótt 18.01.2022).
- cannibalism | animal behaviour | Britannica. (Sótt 18.01.2022).
- Cannibalism (zoology). (Sótt 18.01.2022).
- Study puts the ‘Carib’ in ‘Caribbean,’ boosting credibility of Columbus’ cannibal claims – Florida Museum Science. (Sótt 18.01.2022).
- How Columbus Created the Cannibals. (Sótt 18.01.2022).
- New record of cannibalism in the common hippo, Hippopotamus amphibius (Linnaeus, 1758) - Dorward - 2015 - African Journal of Ecology - Wiley Online Library. (Sótt 18.01.2022).
- Animal Cannibalism: Who Does It and Why | WIRED. (Sótt 18.01.2022).
- How Male Widow Spiders Avoid Being Cannibalized During Sex. (Sótt 18.01.2022).