Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?

EAH

Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa.

Karri (kerri, keri, rjúpkarri, rjúpkeri, hrókeri, ...) í vetrarbúningi.

Sigurður Ægisson skrifar í grein sinni, „Rjúpan og þjóðtrúin“, sem birtist á aðfangadag árið 2000 í Morgunblaðinu:

Íslenska fuglsheitið rjúpa er æði gamalt í málinu, kemur þegar fyrir á 13. öld, í Snorra-Eddu. En önnur heiti þessarar tegundar eru m.a. fjall(a)rjúpa, háfjallarjúpa, heiðarjúpa og snærjúpa. Á meðal rjúpnaskyttna er stundum notað orðið hvítlóa. Karlfuglinn er að auki nefndur hróker(r)i, karri, ker(r)i, rjúp(u)karri, rjúp(u)ker(r)i og ropkarri.
Í grein Helga Hálfdanarsonar, „Kynferði orða“, sem birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 1995 stendur:
Aftur á móti er tegundarheitið rjúpa kvenkyns og þá er kvenfuglinn einnig nefndur rjúpa, en karlfuglinn öðru heiti, karri, ef taka þarf fram að um karlkynið sé að ræða.
Þá er kvenfuglinn einnig kölluð hæna líkt og algengt er með fugla af ættbálki hænsnfugla. Nokkur dæmi fundust þá um að hún væri nefnd kolla, meðal annars í grein Jochums M. Eggertssonar, „Rjúpur“ í Lesbók Morgunblaðsins frá 14. febrúar 1960.

Eftirfarandi heiti eru þess vegna notuð um rjúpur:

  • Bæði kyn: Rjúpa, fjall(a)rjúpa, háfjallarjúpa, heiðarjúpa og snærjúpa (og hvítlóa).
  • Karlfugl: Karri, hrókeri, hrókerri, rjúp(u)keri, rjúp(u)kerri, rjúpkarri, ropkarri, keri og kerri.
  • Kvenfugl: Rjúpa, hæna (og kolla).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.10.2012

Spyrjandi

Gísli Sigurðsson

Tilvísun

EAH. „Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?“ Vísindavefurinn, 26. október 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62603.

EAH. (2012, 26. október). Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62603

EAH. „Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?
Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa.

Karri (kerri, keri, rjúpkarri, rjúpkeri, hrókeri, ...) í vetrarbúningi.

Sigurður Ægisson skrifar í grein sinni, „Rjúpan og þjóðtrúin“, sem birtist á aðfangadag árið 2000 í Morgunblaðinu:

Íslenska fuglsheitið rjúpa er æði gamalt í málinu, kemur þegar fyrir á 13. öld, í Snorra-Eddu. En önnur heiti þessarar tegundar eru m.a. fjall(a)rjúpa, háfjallarjúpa, heiðarjúpa og snærjúpa. Á meðal rjúpnaskyttna er stundum notað orðið hvítlóa. Karlfuglinn er að auki nefndur hróker(r)i, karri, ker(r)i, rjúp(u)karri, rjúp(u)ker(r)i og ropkarri.
Í grein Helga Hálfdanarsonar, „Kynferði orða“, sem birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 1995 stendur:
Aftur á móti er tegundarheitið rjúpa kvenkyns og þá er kvenfuglinn einnig nefndur rjúpa, en karlfuglinn öðru heiti, karri, ef taka þarf fram að um karlkynið sé að ræða.
Þá er kvenfuglinn einnig kölluð hæna líkt og algengt er með fugla af ættbálki hænsnfugla. Nokkur dæmi fundust þá um að hún væri nefnd kolla, meðal annars í grein Jochums M. Eggertssonar, „Rjúpur“ í Lesbók Morgunblaðsins frá 14. febrúar 1960.

Eftirfarandi heiti eru þess vegna notuð um rjúpur:

  • Bæði kyn: Rjúpa, fjall(a)rjúpa, háfjallarjúpa, heiðarjúpa og snærjúpa (og hvítlóa).
  • Karlfugl: Karri, hrókeri, hrókerri, rjúp(u)keri, rjúp(u)kerri, rjúpkarri, ropkarri, keri og kerri.
  • Kvenfugl: Rjúpa, hæna (og kolla).

Heimildir:

Mynd:...