Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 34 svör fundust
Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?
Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...
Hvaða máli skiptir votlendi?
Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...
Hvernig munum við?
Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?
Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...
Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?
Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...
Hver var Viktor Shklovskíj og hvert var hans framlag til bókmenntafræðinnar?
Viktor Shklovskíj (1893-1984) var einn helsti kenningasmiður rússneska formalismans í bókmenntafræðum og hafði mikil áhrif á hugmyndir manna um áhrifamátt skáldskaparmáls og bókmennta yfirleitt og þær leiðir sem færar væru til að brjótast undan oki hefðar og klisju. Shklovskíj hóf feril sinn sem samverkamaður M...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?
Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...
Hvernig er skógur skilgreindur?
Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...
Hvernig lítur stjörnumerkið Tvíburarnir út?
Tvíburarnir eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Merkið er áberandi því björtustu stjörnurnar, Kastor og Pollux, eru í hópi 50 skærustu stjarna á næturhimninum. Tvíburamerkið er nokkuð stórt um sig þótt stutt sé á milli tveggja björtustu stjarnanna og lendir það í 17. sæti þegar stjörnumerkj...