Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?

EDS

Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðlisþátta til þess að geta metið vatnsgæði hennar. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að Tjörnin er talsvert menguð, einkum með tilliti til saurgerla og næringarefna. Þetta svar er byggt á skýrslu sem gefin var út að verkefninu loknu en hana má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Slæmt ástand Reykjavíkurtjarnar má að langmestu leyti rekja til athafna manna. Vandamálið er þó ekki nýtt af nálinni heldur hefur Tjörnin og vatnasvið hennar orðið fyrir margvíslegri röskun og álagi undanfarnar tvær aldir, samhliða fólksfjölgun og þéttbýlismyndun. Vatnasvið Tjarnarinnar hefur dregist saman, fyrst með mótekju á 18. og 19. öld, með framræslu, skurðgreftri og túnrækt á ofanverðri 19. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar og síðan með ýmsum mannvirkjum á 20. öldinni. Þá hefur bökkum hennar verið breytt og fyllt upp í hana í tengslum við gatnagerð og húsbyggingar.

Um tíma voru öskuhaugar Reykvíkinga beinlínis staðsettir ofan í Reykjavíkurtjörn og þótt þeir væru fluttir burt 1928 fóru þeir ekki langt heldur enduðu við suðurenda hennar. Skólpi var líka veitt beint út í tjörnina á fyrri hluta 20. aldar og líklega allt fram til ársins 1962. Loks má nefna að brauðgjöf handa fuglum er álagsþáttur sem getur valdið útskilnaði á næringarefnum.



Mengun í Tjörninni má meðal annars rekja til ofanvatns sem í hana rennur og til fuglalífsins sem þar er.

Mengun í Reykjavíkurtjörn í dag má rekja til nokkurra þátta auk athafna og umgengni manna fyrr á tímum. Helsti uppruni næringarefna- og málmmengunar nú til dags er rakin til ofanvatns sem berst í Tjörnina, einkum frá umferðargötum, og til lífrænnar ákomu frá fuglum. Saurmengun er rakin til fuglalífs og skólplosunar, sem líklega er frá flugvallarsvæðinu. Einnig er talin hætta á að mengun berist frá flugvallarsvæðinu vegna notkunar á afísingarefnum og olíu.

Það er lítil prýði að Tjörninni í Reykjavík í þessu ástandi og í skýrslunni er bent á nokkur atriði sem hægt er að skoða til þess að bæta þar úr.

Meðal þess sem hægt er að gera er að taka fyrir rennsli á óhreinsuðu ofanvatni af götum út í Tjörnina og ganga úr skugga um hvort saurmengað yfirborðsvatn frá flugvallarsvæðinu berist í Tjörnina. Ef það er raunin þarf að ráða bót á því með einhverjum hætti. Einnig er bent á að skoða þurfi hvort hægt sé að endurheimta síkjamara, en það er háplanta sem nú er horfin úr Tjörninni, en skiptir mjög miklu máli fyrir efnabúskap og lífríki vatna. Rauði liturinn á Rauðavatni stafar einmitt af síkjamara eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?. Þá er bent á þann möguleika að fjarlægja efstu 50–60 cm af setlagi botnsins úr Tjörninni þar sem það er mjög mengað. Loks er lagt til að Reykjavíkurborg hætti að fóðra fugla á Tjörninni þar sem brauðgjöf hangir saman við úrgangslosun frá fuglunum og ýtir undir örveruflóruna.

Áhugasömum er bent á að kynna sér skýrsluna um ástand Reykjavíkurtjarnar þar sem fjallað er nánar um einstaka mengunarþætti og hvernig hægt er að bregðast við þeim.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf með kúki og pissi og öðrum óhreinindum og af hverju er það ekki hreinsað? Öndunum líður mjög illa þarna.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.11.2008

Síðast uppfært

27.4.2022

Spyrjandi

Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, f. 1999

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48838.

EDS. (2008, 27. nóvember). Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48838

EDS. „Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48838>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?
Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðlisþátta til þess að geta metið vatnsgæði hennar. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að Tjörnin er talsvert menguð, einkum með tilliti til saurgerla og næringarefna. Þetta svar er byggt á skýrslu sem gefin var út að verkefninu loknu en hana má sjá í heild sinni með því að smella hér.

Slæmt ástand Reykjavíkurtjarnar má að langmestu leyti rekja til athafna manna. Vandamálið er þó ekki nýtt af nálinni heldur hefur Tjörnin og vatnasvið hennar orðið fyrir margvíslegri röskun og álagi undanfarnar tvær aldir, samhliða fólksfjölgun og þéttbýlismyndun. Vatnasvið Tjarnarinnar hefur dregist saman, fyrst með mótekju á 18. og 19. öld, með framræslu, skurðgreftri og túnrækt á ofanverðri 19. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar og síðan með ýmsum mannvirkjum á 20. öldinni. Þá hefur bökkum hennar verið breytt og fyllt upp í hana í tengslum við gatnagerð og húsbyggingar.

Um tíma voru öskuhaugar Reykvíkinga beinlínis staðsettir ofan í Reykjavíkurtjörn og þótt þeir væru fluttir burt 1928 fóru þeir ekki langt heldur enduðu við suðurenda hennar. Skólpi var líka veitt beint út í tjörnina á fyrri hluta 20. aldar og líklega allt fram til ársins 1962. Loks má nefna að brauðgjöf handa fuglum er álagsþáttur sem getur valdið útskilnaði á næringarefnum.



Mengun í Tjörninni má meðal annars rekja til ofanvatns sem í hana rennur og til fuglalífsins sem þar er.

Mengun í Reykjavíkurtjörn í dag má rekja til nokkurra þátta auk athafna og umgengni manna fyrr á tímum. Helsti uppruni næringarefna- og málmmengunar nú til dags er rakin til ofanvatns sem berst í Tjörnina, einkum frá umferðargötum, og til lífrænnar ákomu frá fuglum. Saurmengun er rakin til fuglalífs og skólplosunar, sem líklega er frá flugvallarsvæðinu. Einnig er talin hætta á að mengun berist frá flugvallarsvæðinu vegna notkunar á afísingarefnum og olíu.

Það er lítil prýði að Tjörninni í Reykjavík í þessu ástandi og í skýrslunni er bent á nokkur atriði sem hægt er að skoða til þess að bæta þar úr.

Meðal þess sem hægt er að gera er að taka fyrir rennsli á óhreinsuðu ofanvatni af götum út í Tjörnina og ganga úr skugga um hvort saurmengað yfirborðsvatn frá flugvallarsvæðinu berist í Tjörnina. Ef það er raunin þarf að ráða bót á því með einhverjum hætti. Einnig er bent á að skoða þurfi hvort hægt sé að endurheimta síkjamara, en það er háplanta sem nú er horfin úr Tjörninni, en skiptir mjög miklu máli fyrir efnabúskap og lífríki vatna. Rauði liturinn á Rauðavatni stafar einmitt af síkjamara eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?. Þá er bent á þann möguleika að fjarlægja efstu 50–60 cm af setlagi botnsins úr Tjörninni þar sem það er mjög mengað. Loks er lagt til að Reykjavíkurborg hætti að fóðra fugla á Tjörninni þar sem brauðgjöf hangir saman við úrgangslosun frá fuglunum og ýtir undir örveruflóruna.

Áhugasömum er bent á að kynna sér skýrsluna um ástand Reykjavíkurtjarnar þar sem fjallað er nánar um einstaka mengunarþætti og hvernig hægt er að bregðast við þeim.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf með kúki og pissi og öðrum óhreinindum og af hverju er það ekki hreinsað? Öndunum líður mjög illa þarna.
...