Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 70 svör fundust
Hvað er tómarúm? Er tómarúm „efni“?
Á síðustu öld var talið að allt rúmið væri fyllt með undarlegu efni sem menn kölluðu ljósvaka. Í upphafi aldarinnar varð eðlisfræðingum svo ljóst að ljósvakinn er ekki til og því ætti rúmið að vera tómt. En samkvæmt nútímaeðlisfræði er tómarúmið fjarri því að vera tómt! Ef allar agnir og eindir væru fja...
Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fi...
Hvenær er núna?
Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...
Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...
Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?
Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...
Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?
Vatnsafl og jarðhiti eru helstu orkulindir Íslendinga. Í svari Braga Árnasonar við spurningunni Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? er meðal annars fjallað stuttlega um orkubúskap Íslendinga í dag. Þar segir:Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999...
Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...
Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?
Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þe...
Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...
Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?
Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...
Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.
Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...
Hvað orsakar beinþynningu?
Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...
Er alltaf jafnmikið af efni í alheiminum?
Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum en núna er heilmikið af efni í honum. Magn efnis í alheiminum hlýtur því að hafa breyst og þar með er svarið við spurningunni nei, efnið er ekki varðveitt. Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt....