Vatnsorka sem talið er hagkvæmt að virkja er um 30 TWh á ári. Þar af voru í árslok 1999 virkjaðar 6,7 TWh á ári eða 22%. Jarðhiti sem talið er hagkvæmt að virkja er um 200 TWh á ári af varma og þar af hafa nú verið virkjuð um 2%. Með þeirri tækni sem nú er notuð til raforkuframleiðslu úr varma mætti framleiða 20 TWh af raforku úr 200 TWh af varma.Í svarinu er jafnframt komið inn á orkunotkun Íslendinga og segir þar að árið 1999 hafi jarðhiti séð Íslendingum fyrir um 50% af allir þeirri orku sem notuð var, 18% var vatnsorka, 29% orkunnar var olía og kol voru 3%.
Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?
Útgáfudagur
16.4.2004
Spyrjandi
Anna Sóley, f. 1991
Tilvísun
EDS. „Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4153.
EDS. (2004, 16. apríl). Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4153
EDS. „Hverjar eru helstu orkulindir Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4153>.