Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt. Eitt af helstu lögmálum eðlisfræðinnar er til dæmis lögmálið um varðveislu orkunnar sem segir að heildarorkan í alheiminum breytist aldrei og sé því alltaf sú sama. Orkan er einnig varðveitt í mikilvægum ferlum sem eru einangruð frá umhverfinu. Hins vegar er ekki til neitt lögmál um varðveislu efnisins því að „magn efnis“ getur breyst, hvort sem átt er við fjölda efnisagna eða heildarmassa efnisins.
Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum, en núna er heilmikið af efni í honum
jafngildir massi orku, en heildarorkan í þessum ferlum er hins vegar óbreytt í samræmi við lögmálið um varðveislu orkunnar. Orkan sem losnar við kjarnaklofnun eða -samruna kemur því frá massanum sem „hvarf“. Í öreindafræði er ekki litið svo á að efnið sé sett saman úr frumeindum heldur úr enn minni eindum sem eru kallaðar þungeindir (e. baryons), en hver þungeind er aftur samsett úr þremur kvörkum. Í öllum þekktum ferlum í náttúrunni er svokölluð þungeindatala varðveitt stærð. Þegar efni og andefni rekast saman eyðast þau upp og ekkert situr eftir nema orkan. Í slíku ferli gæti maður haldið að heildarfjöldi þungeinda hafi minnkað, en svo er þó ekki. Andefni er nefnilega talið með neikvæðu formerki í þungeindatölu, B = 1 fyrir hverja þungeind og B = -1 fyrir hverja and-þungeind, og því breytist þungeindatalan ekkert þegar efni og andefni eyða hvort öðru. Við Miklahvell í upphafi alheims var ekkert efni til. Hvaðan kom þá efnið sem við erum öll gerð úr? Það er ekki vitað fyrir víst og ein af stóru ráðgátunum í stjarneðlisfræði er einmitt hvers vegna það er svona miklu meira af efni en andefni í alheiminum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:E = mc2
- Hvað er afstæðiskenningin? eftir Þórð Jónsson
- Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? eftir Sævar Helga Bragason
- Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað er andefni og hvað felst mikil orka í því? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér? eftir SIV
- Er hægt að búa til andþyngdarafl? eftir Þorstein Vilhjálmsson