Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 150 svör fundust
Hvað samdi Anton Bruckner margar sinfóníur?
Anton Bruckner (1824-96) var eitt af helstu sinfóníutónskáldum Vínarborgar á síðustu áratugum 19. aldar. Hann samdi 11 sinfóníur, en tvær hinar elstu voru ekki gefnar út fyrr en að honum látnum. Þar sem ekki þótti við hæfi að gefa þeim númerin 10 og 11 eru þær almennt kallaðar sinfóníur nr. 0 og nr. 00. Bruckn...
Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...
Hver er hin eina sanna list?
Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...
Hvernig var 9. sinfóníu Beethovens tekið á sínum tíma og af hverju er hún svona fræg?
Í lokakafla 9. sinfóníu Beethovens er kvæði Friedrich Schillers (1759-1805), Óðurinn til gleðinnar, flutt af söngvurum. Þegar 9. sinfónían var frumflutt höfðu einsöngvarar og kór aldrei stigið á svið í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“ og sýndist sitt hverjum um uppátækið. Minnismerki um Ludwig van Beetho...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?
Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...
Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?
Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...
Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?
Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlo...
Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?
Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady...
Hver er uppruni orðsins „þorpari“?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari: þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘...
Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?
Hugtakið tónskratti eða diabolus in musica varð til á miðöldum og á við tónbil en ekki stakan tón. Ekki er víst hvort ástæðan fyrir nafngiftinni hafi verið sú að tónbilið þótti ljótt. Á miðöldum voru svonefndar kirkjutóntegundir notaðar í tónlist. Frumtóntegundirnar fjórar voru: dórísk, frýgísk, lýdísk og mixó...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?
Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...
Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að vatn fossar stöðugt af efstu fjallsbrúnum? Hvaðan kemur það og hvaða kraftar eru að verki?Í sjálfsævisögu sinni, Surely You're Joking, Mr. Feynman (Þér getur ekki verið alvara, hr. Feynman) segir hinn frægi eðlisfræðingur Richard Feynman eftirfarand...
Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar? Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmi...