Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?

Ármann Jakobsson

Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlogann til Brynhildar Buðladóttur. Brátt kom upp ósætti í fjölskyldunni og Gunnar Gjúkason, eiginmaður Brynhildar en mágur Sigurðar og vinur, drap Sigurð. Brynhildur gekk á bál og Guðrún Gjúkadóttir var gefin Atla Húnakonungi sem síðan vó bræður hennar, Gunnar og Högna. Guðrún hefndi svo bræðra sinna með því að myrða eiginmann sinn og unga syni þeirra. Um Sigurð er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Meginþættir goðsögunnar um Sigurð Fáfnisbana eru annars vegar hinn óttalausi æskumaður sem einn manna getur glímt við risavaxinn orm og haft betur en hins vegar misheppnuð ástamál hans sem að lokum leiða til illdeilna tveggja kvenna og fjölskylduharmleiks. Þannig reynist unga hetjan Sigurður fullfær um að glíma við yfirnáttúrulegar óvættir eins og dreka en hversdagsleg fjölskyldumál reynast honum ofviða og hann er að lokum veginn af mágum sínum.

Unga hetjan Sigurður reynist fullfær um að glíma við yfirnáttúrulegar óvættir eins og dreka en hversdagsleg fjölskyldumál reynast honum ofviða. Myndin er eftir þýska málarann Hermann Hendrich (1854-1931) og sýnir Sigurð og drekann Fáfni.

Allar goðsögur og raunar sögur yfirleitt fela í sér mikilvæga almenna þekkingu sem hver og einn sem á þær hlýðir á að geta nýtt sér og velta má fyrir sér skilaboðum þessarar goðsögu til æskufólks á miðöldum. Er verið að kenna því óttaleysi eða vara það við flækjum fullorðinsáranna?

Hin magnaða frásögn um Sigurð, drekann, valkyrjuna Brynhildi og eiginkonuna hefndarþyrstu og norrænar goðsögur yfirleitt urðu svo enn stærri þáttur í heimsmenningunni á 19. og 20. öld í óperum Richards Wagner (1813-1883) sem sótti efni sitt bæði í þýsku miðaldakvæðin og beint í hið norræna efni. Wagner hafði glöggt auga fyrir hinni miklu dramatík goðsagnanna og úrvinnsla hans úr henni hefur sannað að þetta forna efni getur líka höfðað til 20. og 21. aldar manna. Þannig tekst nútímamenningin enn á við eldforna arfleið frá 5. og 6. öld.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

8.11.2022

Spyrjandi

Magnea Arnardóttir

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17074.

Ármann Jakobsson. (2022, 8. nóvember). Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17074

Ármann Jakobsson. „Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17074>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er kjarninn í goðsögunni um Sigurð Fáfnisbana?
Sigurður Fáfnisbani er sögufræg hetja sem meðal annars segir frá í eddukvæðum. Þar er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku, síðan gekk hann eiga Guðrúnu Gjúkadóttur og reið yfir vafurlogann til Brynhildar Buðladóttur. Brátt kom upp ósætti í fjölskyldunni og Gunnar Gjúkason, eiginmaður Brynhildar en mágur Sigurðar og vinur, drap Sigurð. Brynhildur gekk á bál og Guðrún Gjúkadóttir var gefin Atla Húnakonungi sem síðan vó bræður hennar, Gunnar og Högna. Guðrún hefndi svo bræðra sinna með því að myrða eiginmann sinn og unga syni þeirra. Um Sigurð er fjallað nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Meginþættir goðsögunnar um Sigurð Fáfnisbana eru annars vegar hinn óttalausi æskumaður sem einn manna getur glímt við risavaxinn orm og haft betur en hins vegar misheppnuð ástamál hans sem að lokum leiða til illdeilna tveggja kvenna og fjölskylduharmleiks. Þannig reynist unga hetjan Sigurður fullfær um að glíma við yfirnáttúrulegar óvættir eins og dreka en hversdagsleg fjölskyldumál reynast honum ofviða og hann er að lokum veginn af mágum sínum.

Unga hetjan Sigurður reynist fullfær um að glíma við yfirnáttúrulegar óvættir eins og dreka en hversdagsleg fjölskyldumál reynast honum ofviða. Myndin er eftir þýska málarann Hermann Hendrich (1854-1931) og sýnir Sigurð og drekann Fáfni.

Allar goðsögur og raunar sögur yfirleitt fela í sér mikilvæga almenna þekkingu sem hver og einn sem á þær hlýðir á að geta nýtt sér og velta má fyrir sér skilaboðum þessarar goðsögu til æskufólks á miðöldum. Er verið að kenna því óttaleysi eða vara það við flækjum fullorðinsáranna?

Hin magnaða frásögn um Sigurð, drekann, valkyrjuna Brynhildi og eiginkonuna hefndarþyrstu og norrænar goðsögur yfirleitt urðu svo enn stærri þáttur í heimsmenningunni á 19. og 20. öld í óperum Richards Wagner (1813-1883) sem sótti efni sitt bæði í þýsku miðaldakvæðin og beint í hið norræna efni. Wagner hafði glöggt auga fyrir hinni miklu dramatík goðsagnanna og úrvinnsla hans úr henni hefur sannað að þetta forna efni getur líka höfðað til 20. og 21. aldar manna. Þannig tekst nútímamenningin enn á við eldforna arfleið frá 5. og 6. öld.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....