Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 15 svör fundust
Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?
Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...
Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...
Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?
Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?
Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...
Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Eru galdrar til?
Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...
Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?
Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...
Hver var Hannes Finnsson?
Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin. Le...