Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 52 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?

Á sumum hinna Norðurlandanna, að minnsta kosti Noregi og Danmörku, er markedsøkonom stundum notað sem titill fyrir fólk sem lokið hefur tveggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Boðið er upp á svipað nám hérlendis en nokkuð er misjafnt hvaða titil, ef nokkurn, þeir sem útskrifast nota. Þeir sem útskrifast hafa ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða braut þarf ég að fara á í menntaskóla til þess að komast inn í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands?

Inntökuskilyrði í cand. oecon., B.S.- og B.A.-nám í Viðskipta- og hagfræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut eða sambærilegt próf að mati deildarinnar. Deildarfundur hefur ákveðið, að próf úr raungreinadeild Tækniskóla Íslands samsvari stúdentsprófi. Nemendur eru teknir inn í meistara- og doktorsnám í deildinni...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er íslenskt starfsheiti þess sem hefur lært Økonomi í Danmörku (þriggja ára nám)?

Økonomi þýðir hagfræði á íslensku. Ýmsir danskir háskólar bjóða upp á þriggja ára nám í hagfræði sem lýkur með B.A.- eða B.S.-gráðu (eða H.A., sem er sambærilegt). Þeir sem ljúka þessu námi verða hagfræðingar en þurfa þó að sækja sérstaklega um leyfi til að kalla sig það hérlendis ef þeir starfa á Íslandi því að s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...

category-iconHagfræði

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

category-iconFélagsvísindi

Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?

Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?

Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí. Svona reiknuðum við það út: Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar. Sólin gengur 360° um jör...

category-iconFornleifafræði

Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?

Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða breiddargráðu er Ísland?

Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?

Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...

category-iconLæknisfræði

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...

Fleiri niðurstöður