Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir titli sig sem fornleifafræðinga nema þeir hafi lokið prófgráðu í greininni.

Fornleifafræðingar að störfum á Skriðuklaustri í Fljótsdal. ©Steinunn Kristjánsdóttir/Skriðuklaustursrannsóknir

Grunnnámi í fornleifafræði lýkur með BA-gráðu og framhaldsnámi, annaðhvort með meistara- eða doktorsgráðu. BA-gráða felur aðeins í sér kandídatspróf, en enga sérhæfingu á sviðinu.

Í nágrannalöndum Íslands er miðað við meistaragráðu þegar leyfi eru veitt til fornleifauppgrafta. Á Íslandi nægir að hafa lokið kandídatsprófi í greininni. Það er Fornleifavernd ríkisins sem veitir slík leyfi og fylgist um leið með að kröfur séu uppfylltar. Þær byggja ekki eingöngu á prófgráðu, heldur einnig kröfum um rannsóknaráætlun, fjármögnun, leyfi landeiganda og fleiri atriðum er varða uppgröft á vettvangi fornminja. Sumir telja að meistaragráða ætti að vera forsenda þess að fólk fái að taka upp starfsheitið fornleifafræðingur og sömuleiðis lágmarkskrafa til að fá uppgraftarleyfi.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getur hver sem er titlað sig sem fornleifafræðingur? Þurfa menn ekki að hafa lokið grunnnámi í greininni?

Höfundur

Steinunn J. Kristjánsdóttir

prófessor í fornleifafræði

Útgáfudagur

29.3.2012

Spyrjandi

Sævar Gíslason

Tilvísun

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62222.

Steinunn J. Kristjánsdóttir. (2012, 29. mars). Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62222

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62222>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?
Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir titli sig sem fornleifafræðinga nema þeir hafi lokið prófgráðu í greininni.

Fornleifafræðingar að störfum á Skriðuklaustri í Fljótsdal. ©Steinunn Kristjánsdóttir/Skriðuklaustursrannsóknir

Grunnnámi í fornleifafræði lýkur með BA-gráðu og framhaldsnámi, annaðhvort með meistara- eða doktorsgráðu. BA-gráða felur aðeins í sér kandídatspróf, en enga sérhæfingu á sviðinu.

Í nágrannalöndum Íslands er miðað við meistaragráðu þegar leyfi eru veitt til fornleifauppgrafta. Á Íslandi nægir að hafa lokið kandídatsprófi í greininni. Það er Fornleifavernd ríkisins sem veitir slík leyfi og fylgist um leið með að kröfur séu uppfylltar. Þær byggja ekki eingöngu á prófgráðu, heldur einnig kröfum um rannsóknaráætlun, fjármögnun, leyfi landeiganda og fleiri atriðum er varða uppgröft á vettvangi fornminja. Sumir telja að meistaragráða ætti að vera forsenda þess að fólk fái að taka upp starfsheitið fornleifafræðingur og sömuleiðis lágmarkskrafa til að fá uppgraftarleyfi.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getur hver sem er titlað sig sem fornleifafræðingur? Þurfa menn ekki að hafa lokið grunnnámi í greininni?
...