Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

EMB og JGÞ

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari hluta 17. aldar hafa lárviðarskáld haft fast embætti við bresku hirðina. Latnesku orðin ars (eignarfall 'artium') og scientia (ef. 'scientiarum) vísa í þessu samhengi annars vegar til hugvísinda og hins vegar til raunvísinda, samanber að á ensku er talað um 'Bachelor of Arts' og 'Bachelor of Science.'

Ekki er sérstakur munur á þessum tveim gráðum annar en að samkvæmt hefð lýkur fólk B.A.-gráðu í hugvísindum og B.S.-gráðu í raunvísindum. Munurinn felst því ekki í gráðunni sem slíkri heldur í námsefninu. Þegar um greinar sem ekki falla undir hug- eða raunvísindi er að ræða er misjafnt hvað gráðan er kölluð en Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður upp á nám til B.A.-prófs. Sumar deildir, til dæmis Viðskipta- og hagfræðideild, bjóða upp á nám til bæði B.A.- og B.S.-gráðu og er þá áherslumunur í námsefnisvali. Sambærilegar gráður hafa svo verið nefndar ýmsum nöfnum, til dæmis B.Ed.-gráða í kennslufræðum og B.F.A.-gráða í ýmsum listgreinum.

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Myndin er frá brautskráningu Háskóla Íslands 2021.

Samkvæmt því sem segir í Reglugerð fyrir Háskóla Íslands er reiknað með að það taki þrjú til fjögur ár (eftir námsgreinum) að ljúka B.A.- eða B.S.-gráðu. Oftast er miðað við þriggja ára nám. B.A.- og B.S.-próf er fyrsti áfangi í háskólanámi. Að loknu slíku prófi getur fólk haldið áfram námi og meðal annars lokið M.A.- (magister artium, Master of Arts) eða M.S.-prófi (magister scientiarum, Master of Science) og doktorsprófi.

Heimildir:

Mynd:
    © Kristinn Ingvarsson.

Höfundar

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.12.2003

Síðast uppfært

20.6.2021

Spyrjandi

Einar Sigurðsson, f. 1983

Efnisorð

Tilvísun

EMB og JGÞ. „Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2981.

EMB og JGÞ. (2003, 31. desember). Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2981

EMB og JGÞ. „Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2981>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?
Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari hluta 17. aldar hafa lárviðarskáld haft fast embætti við bresku hirðina. Latnesku orðin ars (eignarfall 'artium') og scientia (ef. 'scientiarum) vísa í þessu samhengi annars vegar til hugvísinda og hins vegar til raunvísinda, samanber að á ensku er talað um 'Bachelor of Arts' og 'Bachelor of Science.'

Ekki er sérstakur munur á þessum tveim gráðum annar en að samkvæmt hefð lýkur fólk B.A.-gráðu í hugvísindum og B.S.-gráðu í raunvísindum. Munurinn felst því ekki í gráðunni sem slíkri heldur í námsefninu. Þegar um greinar sem ekki falla undir hug- eða raunvísindi er að ræða er misjafnt hvað gráðan er kölluð en Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður upp á nám til B.A.-prófs. Sumar deildir, til dæmis Viðskipta- og hagfræðideild, bjóða upp á nám til bæði B.A.- og B.S.-gráðu og er þá áherslumunur í námsefnisvali. Sambærilegar gráður hafa svo verið nefndar ýmsum nöfnum, til dæmis B.Ed.-gráða í kennslufræðum og B.F.A.-gráða í ýmsum listgreinum.

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Myndin er frá brautskráningu Háskóla Íslands 2021.

Samkvæmt því sem segir í Reglugerð fyrir Háskóla Íslands er reiknað með að það taki þrjú til fjögur ár (eftir námsgreinum) að ljúka B.A.- eða B.S.-gráðu. Oftast er miðað við þriggja ára nám. B.A.- og B.S.-próf er fyrsti áfangi í háskólanámi. Að loknu slíku prófi getur fólk haldið áfram námi og meðal annars lokið M.A.- (magister artium, Master of Arts) eða M.S.-prófi (magister scientiarum, Master of Science) og doktorsprófi.

Heimildir:

Mynd:
    © Kristinn Ingvarsson.
...