Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1897 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur) Ussama eða Osama bin Laden fæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?

Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í félagslegri sálfræði en rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?

Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...

category-iconJarðvísindi

Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?

Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?

Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu. Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og...

category-iconMálstofa

Umhverfisorsakir hryðjuverka

Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja atburð?

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heita Maríuhellar í Heiðmörk þessu nafni?

Maríuhellar eru tveir hellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar og stundum nefndir svo (Fjárhellrar). Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru ...

Fleiri niðurstöður