Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 408 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er yfirborðsspenna?

Taktu málningarpensil, dýfðu honum í vatn og dragðu hann síðan upp aftur. Þá sérðu að hárin á honum loða saman; nú fyrst má draga með honum fínar línur. Sams konar fyrirbæri sést þegar maður með úfið hár bleytir það þannig að það klessist niður. Oft er sagt að hárin loði saman vegna þess að þau séu blaut. Ef h...

category-iconHeimspeki

Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?

Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...

category-iconJarðvísindi

Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?

Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?

Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir lítrar af vatni í sjónum?

Allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu hefur upprunalega borist þangað sem eldfjallagufur úr eldgosum. Um hringrás vatnsins má lesa nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvaðan kemur vatnið? Í svari við spurningunni Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum? eftir Ulriku Andersson er fj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?

Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum, uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur). Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissn...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

category-iconEfnafræði

Hvað er eimað vatn?

Íslenska kranavatnið þykir mjög hreint og algjör óþarfi er að sjóða það áður en það er drukkið. Þetta vatn er þó sjaldan notað í tilraunir og við mælingar á rannsóknarstofum enda geta þá jafnvel minnstu óhreinindi í vatninu valdið vandræðum. Á rannsóknarstofum er þess vegna yfirleitt notað eimað vatn (e. distille...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconUmhverfismál

Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?

Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni. Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?

Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er straumur í ám?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið! Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn str...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

Fleiri niðurstöður