Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Snæbjörn Guðmundsson

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um.

Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn og er það lengsta stöðuvatn landsins, um 25-30 km á lengd, og jafnframt eitt það stærsta. Efstu upptök Lagarfljóts eru í Eyjabakkajökli, einum aðalskriðjökla Vatnajökuls, en ofan við Löginn nefnist vatnsfallið Jökulsá í Fljótsdal. Þar sem Lögurinn liggur rennur Lagarfljótið um jökulsorfna dæld sem grafin hefur verið ofan í berggrunn Austurlands af ísaldarjöklum. Í samræmi við þá myndun Lagarins er hann hyldjúpur, um 112 metrar á dýpt, og nær dýpsti punktur vatnsbotnsins um 90 metra undir sjávarmál.

Fellabær og Lagarfljót séð til norðurs. Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn en Lögurinn er dæmigerður fyrir stöðuvatn sem verður til í jökulsorfinni dæld.

Lögurinn er dæmigerður fyrir stöðuvatn sem verður til í jökulsorfinni dæld. Berggrunnur landsins undir Leginum er myndaður á tertíer, nokkrum milljónum ára áður en ísöldin gekk í garð. Landslagsmyndun svæðisins er hins vegar að mestu tilkomin af völdum jökulrofs ísaldarjökla sem gengið hafa hvað eftir annað yfir landið. Þannig hefur smám saman yfir 100 metra djúp dæld myndast í landið og í lok síðasta jökulskeiðs varð Lögurinn fyrst til í þessari dæld. Eftir hvarf jökulsins úr dældinni hafa árnar sem renna í Löginn borið með sér framburð út í vatnið en aurinn sest á botn vatnsins og myndar þar setlög.

Myndunarsaga og lega Lagarins gera hann því afar áhugaverðan fyrir jarðfræðina. Sem hluti af afrennsli Vatnajökuls hefur botnset Lagarins verið rannsakað til að athuga hvort mögulegt sé að greina fornar jökulbreytingar. Rannsóknir á botnseti Lagarins hófust fyrst um miðjan tíunda áratuginn en umfangsmikið rannsóknarverkefni undir forystu Ólafs Ingólfssonar, prófessors við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hófst árið 2006. Sem hluti af því verkefni voru borkjarnar úr botni Lagarins rétt suður af Egilsstöðum teknir sumarið 2006. Setmyndun í Leginum er óvenjumikil, á milli einn og sex mm á ári, og gerir það greiningu á borkjörnunum auðveldari en ella.

Ef kjarnarnir eru skoðaðir má auðveldlega greina árlög í þeim. Þar sem árstíðamunur er á setinu, sem berst út í vatnið, er hægt að greina á milli sumar- og vetrarlaga. Með ýmiss konar greiningum á kjörnunum, svo sem efna-, frjókorna- og aldursgreiningum ásamt segulmælingum, má lesa í bæði veðurfars- og jöklunarsögu Austurlands á tímanum frá lokum síðasta jökulskeiðs.

Myndunarsaga og lega Lagarins gera hann afar áhugaverðan fyrir jarðfræðina.

Merkustu niðurstöður greiningarinnar á seti Lagarins eru þær að stuttu eftir að jökla leysti endanlega á landinu hafi jökulframburður hætt að berast út í vatnið. Lögurinn hefur því á löngu tímabili verið tær, án jökulgruggs, og hefur það staðið yfir í um fimm þúsund ár. Bendir það sterklega til þess að á þeim tíma hafi veðurfar verið mun hlýrra en nú og Vatnajökull vart verið nema brot af núverandi stærð.

Með kólnandi veðurfari fóru jöklar þó aftur stækkandi og fyrir rúmlega fjögur þúsund árum tók jökulvatn aftur að renna í Löginn. Úr botnsetslögunum má einnig greina framhlaupssögu Eyjabakkajökuls síðustu 1.700 árin. Á þessu tímabili virðist hann hafa hlaupið mjög reglulega fram en þó með aukinni tíðni á því kuldaskeiði sem nefnt hefur verið litla ísöldin.

Heimildir:
  • Áslaug Geirsdóttir, Miller, G. H., Axford, Y. og Sædís Ólafsdóttir. 2009. Holocene and latest Pleistocene climate and glacier fluctuations in Iceland. Quaternary Science Reviews 28, 2107-2118.
  • Helgi Björnsson, Finnur Pálsson, Oddur Sigurðsson og Flowers, G. E. 2003. Surges of glaciers in Iceland. Annals of Glaciology 36, 82-90.
  • Hjalti J. Guðmundsson. 1997. A review of the Holocene environmental history of Iceland. Quaternary Science Reviews 16, 81-92.
  • Striberger, J. 2011. Holocene development of Lake Lögurinn and Eyjabakkajökull: a multi-proxy approach [Doktorsritgerð]. Lundqua Thesis 65.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

17.11.2015

Spyrjandi

Katrín Dögg Axelsdóttir

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig myndaðist Lagarfljót?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31128.

Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 17. nóvember). Hvernig myndaðist Lagarfljót? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31128

Snæbjörn Guðmundsson. „Hvernig myndaðist Lagarfljót?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Lagarfljót?
Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um.

Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn og er það lengsta stöðuvatn landsins, um 25-30 km á lengd, og jafnframt eitt það stærsta. Efstu upptök Lagarfljóts eru í Eyjabakkajökli, einum aðalskriðjökla Vatnajökuls, en ofan við Löginn nefnist vatnsfallið Jökulsá í Fljótsdal. Þar sem Lögurinn liggur rennur Lagarfljótið um jökulsorfna dæld sem grafin hefur verið ofan í berggrunn Austurlands af ísaldarjöklum. Í samræmi við þá myndun Lagarins er hann hyldjúpur, um 112 metrar á dýpt, og nær dýpsti punktur vatnsbotnsins um 90 metra undir sjávarmál.

Fellabær og Lagarfljót séð til norðurs. Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn en Lögurinn er dæmigerður fyrir stöðuvatn sem verður til í jökulsorfinni dæld.

Lögurinn er dæmigerður fyrir stöðuvatn sem verður til í jökulsorfinni dæld. Berggrunnur landsins undir Leginum er myndaður á tertíer, nokkrum milljónum ára áður en ísöldin gekk í garð. Landslagsmyndun svæðisins er hins vegar að mestu tilkomin af völdum jökulrofs ísaldarjökla sem gengið hafa hvað eftir annað yfir landið. Þannig hefur smám saman yfir 100 metra djúp dæld myndast í landið og í lok síðasta jökulskeiðs varð Lögurinn fyrst til í þessari dæld. Eftir hvarf jökulsins úr dældinni hafa árnar sem renna í Löginn borið með sér framburð út í vatnið en aurinn sest á botn vatnsins og myndar þar setlög.

Myndunarsaga og lega Lagarins gera hann því afar áhugaverðan fyrir jarðfræðina. Sem hluti af afrennsli Vatnajökuls hefur botnset Lagarins verið rannsakað til að athuga hvort mögulegt sé að greina fornar jökulbreytingar. Rannsóknir á botnseti Lagarins hófust fyrst um miðjan tíunda áratuginn en umfangsmikið rannsóknarverkefni undir forystu Ólafs Ingólfssonar, prófessors við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hófst árið 2006. Sem hluti af því verkefni voru borkjarnar úr botni Lagarins rétt suður af Egilsstöðum teknir sumarið 2006. Setmyndun í Leginum er óvenjumikil, á milli einn og sex mm á ári, og gerir það greiningu á borkjörnunum auðveldari en ella.

Ef kjarnarnir eru skoðaðir má auðveldlega greina árlög í þeim. Þar sem árstíðamunur er á setinu, sem berst út í vatnið, er hægt að greina á milli sumar- og vetrarlaga. Með ýmiss konar greiningum á kjörnunum, svo sem efna-, frjókorna- og aldursgreiningum ásamt segulmælingum, má lesa í bæði veðurfars- og jöklunarsögu Austurlands á tímanum frá lokum síðasta jökulskeiðs.

Myndunarsaga og lega Lagarins gera hann afar áhugaverðan fyrir jarðfræðina.

Merkustu niðurstöður greiningarinnar á seti Lagarins eru þær að stuttu eftir að jökla leysti endanlega á landinu hafi jökulframburður hætt að berast út í vatnið. Lögurinn hefur því á löngu tímabili verið tær, án jökulgruggs, og hefur það staðið yfir í um fimm þúsund ár. Bendir það sterklega til þess að á þeim tíma hafi veðurfar verið mun hlýrra en nú og Vatnajökull vart verið nema brot af núverandi stærð.

Með kólnandi veðurfari fóru jöklar þó aftur stækkandi og fyrir rúmlega fjögur þúsund árum tók jökulvatn aftur að renna í Löginn. Úr botnsetslögunum má einnig greina framhlaupssögu Eyjabakkajökuls síðustu 1.700 árin. Á þessu tímabili virðist hann hafa hlaupið mjög reglulega fram en þó með aukinni tíðni á því kuldaskeiði sem nefnt hefur verið litla ísöldin.

Heimildir:
  • Áslaug Geirsdóttir, Miller, G. H., Axford, Y. og Sædís Ólafsdóttir. 2009. Holocene and latest Pleistocene climate and glacier fluctuations in Iceland. Quaternary Science Reviews 28, 2107-2118.
  • Helgi Björnsson, Finnur Pálsson, Oddur Sigurðsson og Flowers, G. E. 2003. Surges of glaciers in Iceland. Annals of Glaciology 36, 82-90.
  • Hjalti J. Guðmundsson. 1997. A review of the Holocene environmental history of Iceland. Quaternary Science Reviews 16, 81-92.
  • Striberger, J. 2011. Holocene development of Lake Lögurinn and Eyjabakkajökull: a multi-proxy approach [Doktorsritgerð]. Lundqua Thesis 65.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...