Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu djúpt er Lagarfljót?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvert er lengsta vatn Íslands?

Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál.

Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti yfir stærstu stöðuvötn landsins á eftir Þórisvatni og Þingvallavatni eins og lesa má í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?

Hins vegar er Lögurinn efstur á lista yfir lengstu stöðuvötn landsins en alls er hann 25 km langur.



Í áðurnefndu svari um dýpstu vötn Íslands er fjallað nokkuð um myndun stöðuvatna og þar segir meðal annars:
Langflest stöðuvötn á Íslandi eru í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni. Einnig má víða finna löng og mjó stöðuvötn þar sem skriðjöklar gengu niður langa dali. Dalurinn hefur þá grafist hraðar niður inn til landsins þar sem jökulþunginn var meiri en nær sjónum. Lögurinn ... er einmitt dæmi um vatn sem myndaðist við þannig aðstæður.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.1.2005

Spyrjandi

Helgi Jónsson, f. 1993
Axel Gíslason, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Hversu djúpt er Lagarfljót?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4720.

EDS. (2005, 21. janúar). Hversu djúpt er Lagarfljót? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4720

EDS. „Hversu djúpt er Lagarfljót?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu djúpt er Lagarfljót?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvert er lengsta vatn Íslands?

Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál.

Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti yfir stærstu stöðuvötn landsins á eftir Þórisvatni og Þingvallavatni eins og lesa má í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?

Hins vegar er Lögurinn efstur á lista yfir lengstu stöðuvötn landsins en alls er hann 25 km langur.



Í áðurnefndu svari um dýpstu vötn Íslands er fjallað nokkuð um myndun stöðuvatna og þar segir meðal annars:
Langflest stöðuvötn á Íslandi eru í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni. Einnig má víða finna löng og mjó stöðuvötn þar sem skriðjöklar gengu niður langa dali. Dalurinn hefur þá grafist hraðar niður inn til landsins þar sem jökulþunginn var meiri en nær sjónum. Lögurinn ... er einmitt dæmi um vatn sem myndaðist við þannig aðstæður.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...