Orkuskammtar örbylgjuofnsins nægja hins vegar vel til þess að örva snúning vatnssameinda. Kraftar frá öðrum sameindum í matnum sem verka einnig á vatnið, verða til þess að orka tapast frá snúningnum til umhverfisins. Þannig hitar orkuflæði örbylgjugeisla matinn á skömmum tíma. Örbylgjurnar hita líka sykur og fitu en áhrifin eru mest á vatn. Áhrif örbylgna á mat eru þess vegna þau að hann hitnar vegna snúnings vatnssameinda í fæðunni. Örbylgjur hafa ekki önnur áhrif á mat, þær ná ekki að rjúfa efnatengi sameinda. Mynd:
- Cooking for me. Sótt 26.10.2011.