Í svari við spurningunni Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum? eftir Ulriku Andersson er fjallað um vatnsmagn á jörðinni. Þar kemur fram að um 98% vatns á jörðinni sé að finna í höfunum. Í sama svari segir einnig að lauslega megi áætla að í höfunum séu alls:
1.234.800.000.000.000.000.000 lítrar.Það er svo stór tala að erfitt er að skilja hana. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaðan kom hafið? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju er sjórinn saltur? eftir JGÞ
- Af hverju sígur sjórinn ekki ofan í jörðina? eftir ÞV
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.