1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði. Um 98% vatns er að finna í höfunum sem þekja um 70% af jörðinni. Höfin eru að meðaltali um 1000 metra djúp. Vatnsmagnið í hafinu er þó aðeins um 96,5% af sjónum. Afgangurinn er salt, steinefni, köfnunarefni, koltvísýringur og amínósýrur. Lauslega má áætla að í sjónum séu
1.234.800.000.000.000.000.000.lítrar.Aðeins brot af því vatni sem er á jörðinni, eða um 2%, er drykkjarhæft ferskvatn en sjórinn er sem kunnugt er saltur og því óhæfur til drykkjar. Af vatninu í heild eru um 1,6% frosin í ísbreiðum á heimskautasvæðunum og jöklum annars staðar. Um 0,36% af ferskvatninu er grunnvatn í vatnsdrægum jarðlögum en hluti þess kemur upp í brunnum og borholum. Einungis 0,036% af ferskvatni eru í ám og vötnum. Vatn er einnig að finna í plöntum og dýrum en mannslíkaminn er til dæmis 65% vatn. Sjá einnig svör við skyldum spurningum:
- Hvaðan kom hafið?
- Hvaðan kemur vatnið?
- Hvers vegna er sjórinn saltur?
- Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?
How stuff works