Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4003 svör fundust
Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?
Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...
Hvenær lauk fyrri heimsstyröldinni?
Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsu...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr litrófi stjarna? Svo sem hvernig vitum við hitastig, stærð, hreyfingu og efnasamsetningu stjarnanna? Litrófsgreiningar á geislun sem berst frá stjörnum er helsta aðferðin til að afla upplýsinga um eiginleika stjarna á borð við þá se...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...
Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?
Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...
Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?
Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...
Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?
Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?
Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...
Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?
Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...
Hvar var Leopold von Ranke og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Árið 1810 var stofnaður háskóli í Berlínarborg. Hann var liður í framsókn þýskrar menningar í Prússlandi, sem hafði Berlín að höfuðborg, framsókn sem var meðal annars knúin af særðum metnaði eftir að her Napóleons Frakkakeisara hafði vaðið yfir landið á fyrsta áratug aldarinnar. Berlínarháskóli varð þekktur fyrir ...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?
Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...
Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...