Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1749 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er unglingaólétta algengari í Bandaríkjunum en Evrópu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaða breytur hafa áhrif a tíðni unglingaóléttu? Af hverju er tíðni unglingaóléttu hærri í Bandaríkjunum en Evrópu?Tíðni þungana unglingsstúlkna má skýra út frá margvíslegum sjónarhornum, það er samfélaginu, fjölskyldunni og unglingnum. Samfélagssjónarhornið kemur inn á ski...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?

Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gert til að koma í veg fyrir að ísbirnir deyi út?

Margt hefur verið gert til að vernda ísbirni eða hvítabirni (Ursus maritimus) síðastliðna hálfa öld. Fyrst má nefna að árið 1973 gerðu Bandaríkin, Kanada, Noregur, Danmörk og Sovétríkin með sér samkomulag um verndun hvítabjarna en náttúruleg heimkynni ísbjarna eru innan þessara ríkja. Einnig hafa einstakar þjó...

category-iconStærðfræði

Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?

Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve þungt er hjarta steypireyðar?

Samkvæmt japönskum rannsóknum er hlutfall hjartavöðvans um 0,5% af heildarlíkamsþyngd steypireyðarinnar (Balaenoptera musculus). Hjarta í 120 tonna steypireyði ætti þess vegna að vera 600 kg. Þyngsta hjarta sem vegið hefur verið reyndist vera 908 kg. Það var hjarta úr tarfi sem veiddist undan ströndum Suður...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju 'kallar maður ekki allt ömmu sína'?

Orðasambandið 'að kalla ekki allt ömmu sína' er notað um að blöskra eitthvað ekki, vera hvergi smeykur. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld og er það algengt í nútímamáli. Uppruninn er óviss. Halldór Halldórsson giskar á í Íslensku orðtakasafni (1968:10) að upphaflega hafi ve...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir brunahani því nafni?

Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta dýr Íslands?

Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við spendýr. Á Íslandi var aðeins eitt landspendýr þegar menn námu hér land fyrir rúmum 1100 árum. Það var tófan (Alopex lagopus). Talið er að strax á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar hafi tvær tegundir nagdýra borist hingað með mönnum frá Noregi og/eða skosku eyjunum. Þetta voru haga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mig langar að vita allt um þorskinn.

Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna. Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir s...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getiði sagt mér um Finnland?

Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?

Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kvikuhlaup?

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það...

category-iconFélagsvísindi

Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?

Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær fæddist Jesús Kristur?

Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?

Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...

Fleiri niðurstöður