Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 2005) er Tarja Halonen forseti landsins og Matti Vahanen er forsætisráðherra. Gjaldmiðill Finnlands er evran, en hún var tekin í notkun í janúar 1999.
Finnland er 338.145 ferkílómetrar að flatarmáli, og er oft kallað þúsund vatna landið vegna fjölda stöðuvatna sem þar eru, en þau eru yfir 60.000 talsins. Mestur hluti landsins er slétta sem liggur í um 120-180 metrum yfir sjávarmáli. Hæsti tindur landsins er Haltiatunturi sem er 1.328 metrar.
Í Finnlandi er mikill munur á meðalhita sumars og veturs en þar ríkir meginlandsloftslag því áhrifa úthafs gætir ekki. Mestur hluti landsins er skógi vaxinn, en algengustu trjátegundir landsins eru greni, fura og silfurbirki. Mörg dýr lifa í norðurhéruðum Finnlands, til dæmis birnir, úlfar, refir, gaupur (dýr af kattarkyni) og ýmsar tegundir fugla. Mikið er um ferskvatnsfisk, saltvatnsfisk og seli.
5.223.442 manns búa í Finnlandi, ef miðað er við tölur frá júlí 2005. 93% þeirra eru finnskir, 6% sænskir og 1% tilheyrir öðrum þjóðernum. Opinber tungumál eru bæði finnska og sænska, þótt um 2% íbúa landsins tali önnur tungumál svo sem samísku og rússnesku.
Höfuðborg Finnlands heitir Helsinki, eða Helsingfors á sænsku, og er stærsta borg landsins og ennfremur nyrsta höfuðborg á meginlandi Evrópu. Hún er helsta menningar-, framleiðslu-, og verslunarmiðstöð Finnlands, en auk Helsinki eru Tampere (Tammerfors) og Turku (Åbo) áberandi iðnaðar- og menningarborgir.
Heimildir og myndir
Íslenska alfræðiorðabókin (1. bindi). 1988. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Reykjavík, Örn og Örlygur.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005, og nemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Una Pétursdóttir, Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. „Hvað getiði sagt mér um Finnland?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2286.
Una Pétursdóttir, Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. (2002, 11. apríl). Hvað getiði sagt mér um Finnland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2286
Una Pétursdóttir, Benedikt Blöndal og Jón Sigurðsson. „Hvað getiði sagt mér um Finnland?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2286>.