Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8203 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?

Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir sko?

Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hverju er laufblað?

Laufblöð eru samsett úr nokkrum lögum en þau eru efri yfirhúð (e. upper epidermis), stafvefur (e. palisade layer), svampvefur (e. spongy layer) og neðri yfirhúð (e. lower epidermis). Efst er efri yfirhúð og frumur hennar eru þaktar með vaxkenndum hjúp eða vaxlagi til þess að draga úr vatnstapi. Frumurnar í efr...

category-iconMannfræði

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?

Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?

Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?

Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?

Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?

Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?

Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...

Fleiri niðurstöður