Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin er að á hátíðisdögum var aðeins borðað hveitibrauð sem þótti fínna en gróft brauð.
Úrvals fransbrauð á hveitibrauðsdögunum!
Ekki virðast aðrar þjóðir tengja fyrstu dagana eftir brúðkaup við hveitibrauð. Svíar tala um smekmånad, eiginlega 'gælumánuð', í þýsku er talað um Flitterwochen, eiginlega vikur þegar látið er vel að einhverjum, og í ensku er notað orðið honeymoon.
Mynd:Sainsbury.co.uk
Guðrún Kvaran. „Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5680.
Guðrún Kvaran. (2006, 2. mars). Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5680
Guðrún Kvaran. „Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5680>.