Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 339 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?

Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?

Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....

category-iconJarðvísindi

Hvað eru berggangar og hvers vegna halla þeir oft út á aðra hliðina?

Berggangar eru sprungufyllingar, það er að segja bergkvika sem þrýst hefur út í sprungur í berginu og storknað þar. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Venjulega er þeim skipt í tvennt; ganga sem upphaflega voru sem næst lóðréttir og lagganga eða „sillur“ sem fylgja jarðlagamótum. Víðast hvar mynda ...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...

category-iconJarðvísindi

Af hverju varð svona stór jarðskjálfti í Nepal?

Jarðskjálftinn í Nepal 25. apríl 2015 stafaði af samreki tveggja af meginflekum jarðar, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Nepal er nánast allt í Himalajafjallgarðinum en hann er einmitt afleiðing af samreki þessara fleka. Báðir flekarnir eru þarna af meginlandsgerð og jarðskorpa beggja er því þykk og eðlislétt...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?

Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...

category-iconVeðurfræði

Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppf...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að mæla landrek út frá eldsumbrotum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig fer landrek fram? Jarðvísindamaður staddur við Holuhraun fullyrti að hægt væri að mæla landrek út frá núverandi eldsumbrotum? Landrek skýrist af flekareki en samkvæmt flekakenningunni skiptist ysta skurn jarðarinnar, stinnhvolfið, í allmarga fleka sem eru á sífelldr...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna sýnast gagnstæð dulstirni langt í burtu þótt þau hafi verið nálægt hvort öðru skömmu eftir Miklahvell þegar þau sendu ljós til mín?

Spyrjandi hafði upphaflega eftirfarandi orð um spurningu sína:Hvers vegna er það að að ég get horft á dulstirni sem eru í sitt hvora áttina frá jörðinni, það er að segja að jörðin og dulstirnin tvö mynda "beina" sjónlínu. Það sem ég á við er að þá erum við að horfa langt út í geim og að sama skapi langt aftur í tí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?

Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er bogasekúnda?

Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...

category-iconEfnafræði

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

Fleiri niðurstöður