Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Leó Kristjánsson (1943-2020) og Þorsteinn Vilhjálmsson

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast.

Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað að hægt sé að nota sterkt segulsvið til að beygja skeið úr mjúku járni, og það væri þá ekki bein snerting. En veik rafsegulsvið hafa hverfandi áhrif í þá átt að beygja venjulegar skeiðar, jafnvel ekki teskeiðar!

Eðlisfræðileg orka sem tengist hugsun manna er lítil og kemur það til dæmis fram í lítilli næringarþörf vegna "hugarvinnu". Taugaboð flytjast milli staða í mannslíkamanum með rafhrifum sem eru svipuð veikum rafstraumi. Slíkum straumi fylgir segulsvið í kring ef þar er lofttæmi eða því sem næst eða ákveðin efni eins og loft. Ef leiðandi efni er kringum strauminn eða myndar einhvers konar hylki kringum hann, þá er ekkert rafsegulsvið utan hylkisins.



Ekki er hægt að beygja skeið með hugarorkunni

Ímyndum okkur nú mann sem hugsar "baki brotnu" og við viljum gera mælingar utan höfuðsins eða líkamans til marks um að hann er að hugsa. Það sem hér hefur verið sagt um rafsegulsvið utan tauganna þýðir að slík svið utan höfuðsins eru hverfandi. Við getum hins vegar mælt taugaboðin í heilanum með rafskautum sem eru í beinni snertingu við höfuðið. Straumurinn sem verður milli slíkra skauta er hins vegar mjög veikur og mundi engan veginn duga til að beygja jafnvel minnstu teskeið!

Þessu til frekari áréttingar má nefna tölur. Segulsvið við mannshöfuð af völdum rafstrauma í heilanum er í stærðarþrepinu 10-15 Tesla og minnkar hratt með fjarlægð frá höfðinu. Til samanburðar má nefna að jarðsegulsviðið er um 0,5 * 10-4 Tesla. Sviðið frá heilanum er því um 100 þúsund milljón sinnum veikara en jarðsegulsviðið. Til að færa hlut úr járni úr stað, til dæmis skeið á eldhúsborði þarf segulsvið í stærðarþrepinu 10-2 Tesla og enn sterkara svið þyrfti til að beygja skeiðina, líklega 0,1-0,5 Tesla eftir aðstæðum. Við þyrftum því fyrst að búa til svið sem væri 100 milljón milljón sinnum sterkara en venjuleg segulsvið frá heilanum og síðan að stjórna því einhvern veginn til þess að beygja skeiðina.

Hugmyndir um að hægt sé að beygja skeiðar eins og hér hefur verið rætt hafa ekki síst komið upp kringum störf og sýningar Uri Gellers. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér feril hans nánar bendum við á fjölmargar vefsíður sem hægt er að finna í leitarvélum, eins og til dæmis hjá Google.

Mynd: Bogin skeið - Sótt 01.06.10

Höfundar

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.4.2000

Spyrjandi

Jónas Reynir Gunnarsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020) og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=364.

Leó Kristjánsson (1943-2020) og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 25. apríl). Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=364

Leó Kristjánsson (1943-2020) og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=364>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?
Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast.

Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað að hægt sé að nota sterkt segulsvið til að beygja skeið úr mjúku járni, og það væri þá ekki bein snerting. En veik rafsegulsvið hafa hverfandi áhrif í þá átt að beygja venjulegar skeiðar, jafnvel ekki teskeiðar!

Eðlisfræðileg orka sem tengist hugsun manna er lítil og kemur það til dæmis fram í lítilli næringarþörf vegna "hugarvinnu". Taugaboð flytjast milli staða í mannslíkamanum með rafhrifum sem eru svipuð veikum rafstraumi. Slíkum straumi fylgir segulsvið í kring ef þar er lofttæmi eða því sem næst eða ákveðin efni eins og loft. Ef leiðandi efni er kringum strauminn eða myndar einhvers konar hylki kringum hann, þá er ekkert rafsegulsvið utan hylkisins.



Ekki er hægt að beygja skeið með hugarorkunni

Ímyndum okkur nú mann sem hugsar "baki brotnu" og við viljum gera mælingar utan höfuðsins eða líkamans til marks um að hann er að hugsa. Það sem hér hefur verið sagt um rafsegulsvið utan tauganna þýðir að slík svið utan höfuðsins eru hverfandi. Við getum hins vegar mælt taugaboðin í heilanum með rafskautum sem eru í beinni snertingu við höfuðið. Straumurinn sem verður milli slíkra skauta er hins vegar mjög veikur og mundi engan veginn duga til að beygja jafnvel minnstu teskeið!

Þessu til frekari áréttingar má nefna tölur. Segulsvið við mannshöfuð af völdum rafstrauma í heilanum er í stærðarþrepinu 10-15 Tesla og minnkar hratt með fjarlægð frá höfðinu. Til samanburðar má nefna að jarðsegulsviðið er um 0,5 * 10-4 Tesla. Sviðið frá heilanum er því um 100 þúsund milljón sinnum veikara en jarðsegulsviðið. Til að færa hlut úr járni úr stað, til dæmis skeið á eldhúsborði þarf segulsvið í stærðarþrepinu 10-2 Tesla og enn sterkara svið þyrfti til að beygja skeiðina, líklega 0,1-0,5 Tesla eftir aðstæðum. Við þyrftum því fyrst að búa til svið sem væri 100 milljón milljón sinnum sterkara en venjuleg segulsvið frá heilanum og síðan að stjórna því einhvern veginn til þess að beygja skeiðina.

Hugmyndir um að hægt sé að beygja skeiðar eins og hér hefur verið rætt hafa ekki síst komið upp kringum störf og sýningar Uri Gellers. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér feril hans nánar bendum við á fjölmargar vefsíður sem hægt er að finna í leitarvélum, eins og til dæmis hjá Google.

Mynd: Bogin skeið - Sótt 01.06.10...