Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 385 svör fundust
Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?
Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...
Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?
Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...
Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri?
Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sólsetur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tunglmánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir um leið og tu...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...
Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?
Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd). Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4...
Hvaða efni teljast vera eitur?
Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning...
Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...
Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?
Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...
Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?
Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...
Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?
Rakastig í lofti er háð rakamagni lofts og er ýmist gefið upp sem kg vatnsgufa á kg þurrt loft eða, sem algengara er í almennu tali, hlutfall raka af hámarksrakamagni sem loft getur innihaldið; % hlutfallsraki (%HR). Rakamagn sem loft getur mest haldið (rakamettun) er mjög háð hitastigi, loft við 20 °C getur þa...
Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?
Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...
Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?
Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?
Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...
Hvað er kynorka?
[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...