Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?

Sigurður Steinþórsson

Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd).

Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4 eða stærri á árunum 1964-2003. Þverhryggurinn frá Grænlandi til Skotlands birtist sem skjálftalaust belti grynnra en 2000 metrar.

Jarðskorpan gliðnar um rekhryggina en hraunbráð vellur upp á milli jaðranna. Utan heitra reita er blágrýtisskorpa úthafanna um 7 km þykk, en yfir möttulstrókum (á heitum reitum) er hún mun þykkri – undir Íslandi um 30 km. Vegna mikillar eldvirkni heitu reitanna liggur slóði gosefna út frá rekhryggjunum þannig að þverhryggur myndast. Slíkir þverhryggir heita dauðir hryggir.

Þessir dauðu, skjálftalausu hryggir gefa hreyfingu jarðskorpuflekanna til kynna miðað við heitu reitina. Af þessu tagi er hryggurinn milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Bretlandseyja (samanber mynd hér að ofan). Hann tók að myndast fyrir 60 - 70 milljónum ára þegar Grænland klofnaði frá Bretlandseyjum og Atlantshafsbotninn byrjaði að myndast.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi, Rvk. 2013 (mynd 2.4).

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.5.2013

Spyrjandi

Þórhildur M.

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63516.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 8. maí). Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63516

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63516>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á myndun miðhafshryggja og þverhryggja?
Upptök jarðskjálfta marka rekhryggi, enda er hið mikla kerfi miðhafshryggja jarðar kortlagt þannig (sjá mynd).

Meginþættir hafsbotns Norður-Atlantshafs. Jarðskjálftar (rauðir deplar) skilgreina mörk Norður-Ameríku- og Ervrasíuflekanna á Mið-Atlantshafshryggnum umhverfis Ísland. Sýndir eru skjálftar af stærð 4 eða stærri á árunum 1964-2003. Þverhryggurinn frá Grænlandi til Skotlands birtist sem skjálftalaust belti grynnra en 2000 metrar.

Jarðskorpan gliðnar um rekhryggina en hraunbráð vellur upp á milli jaðranna. Utan heitra reita er blágrýtisskorpa úthafanna um 7 km þykk, en yfir möttulstrókum (á heitum reitum) er hún mun þykkri – undir Íslandi um 30 km. Vegna mikillar eldvirkni heitu reitanna liggur slóði gosefna út frá rekhryggjunum þannig að þverhryggur myndast. Slíkir þverhryggir heita dauðir hryggir.

Þessir dauðu, skjálftalausu hryggir gefa hreyfingu jarðskorpuflekanna til kynna miðað við heitu reitina. Af þessu tagi er hryggurinn milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Bretlandseyja (samanber mynd hér að ofan). Hann tók að myndast fyrir 60 - 70 milljónum ára þegar Grænland klofnaði frá Bretlandseyjum og Atlantshafsbotninn byrjaði að myndast.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi, Rvk. 2013 (mynd 2.4).
...