Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?

Björn Marteinsson

Rakastig í lofti er háð rakamagni lofts og er ýmist gefið upp sem kg vatnsgufa á kg þurrt loft eða, sem algengara er í almennu tali, hlutfall raka af hámarksrakamagni sem loft getur innihaldið; % hlutfallsraki (%HR).

Rakamagn sem loft getur mest haldið (rakamettun) er mjög háð hitastigi, loft við 20 °C getur þannig mest haldið 17,9 g vatns á rúmmetra en við 5 °C er mettunarrakinn aðeins 6,8 g/m3. Loftraki í útilofti hérlendis er að meðaltali oft á bilinu 78-82 %HR alla mánuði ársins, loftið inniheldur þá 78-82% af mettunarraka lofts með þann útihita sem er hverju sinni; útiloftrakinn verður nærri 100% þegar rignir en fellur niður í jafnvel 40% þegar þurrt er og hlýtt.

Loftræsing bygginga felst í því að taka inn útiloft (um glugga eða loftræstikerfi) og hleypa út sambærilegu magni innilofts. Rakamagn í innilofti er háð aðstæðum hverju sinni, bæði útilofti og inniaðstæðum; útihita, loftraka í útilofti, innihita og loks rakagjöf til innilofts.

Rakagjöfin er háð starfsemi í byggingu, og er til dæmis iðulega miðað við að vegna notkunar íbúðarhúsnæðis meðalfjölskyldu verði rakagjöfin á bilinu 6-10 kg vatnsgufa á sólarhring. Heildarrakagjöfin dreifist á allt loft sem streymir um húsið á sólarhring og rakagjöf á hvern loftræstan rúmmetra fer því eftir magni loftskipta í húsinu, það er hversu mikið er loftræst.

Þótt almennt líði fólki vel við háan loftraka getur hár loftraki innandyra valdið vandræðum.

Fólki líður almennt vel við háan loftraka, loftraki útilofts hentar flestum ágætlega. Svo hár loftraki í innilofti mun þó valda vandræðum þar sem loftrakinn getur hækkað enn frekar vegna kælingar lofts á köldum flötum (meðal annars rúðugleri) og rakaþétting getur átt sér stað. Þegar loftraki fer yfir 80% þá er veruleg hætta á sveppavexti, til dæmis myglu. Það er því alltaf miðað við að halda hlutfallsraka innilofts vel undir 80% og iðulega miðað við að inniloftraki eigi ekki að fara yfir 40-45 %HR þegar kalt er úti.

Þegar mikið er loftræst að vetrarlagi, rakamagn í útilofti er lítið og mikil loftræsing veldur því að rakagjöf til innilofts dreifist á mikið loftmagn, þá getur inniloftraki orðið lágur eða jafnvel farið undir 20 %HR. Það er vitað að við slíkar aðstæður þorna slímhúðir og fólk getur fundið fyrir óþægindum í augum (blikkar augum meira) og þurrki í kverkum. Þetta er óþægilegt en ekki talið heilsuspillandi í sjálfu sér. Ör skipti milli mikils og lítils loftraka (til dæmis að fara oft á milli innilofts við 20 %HR og útilofts við 80 %HR) valda ertingu í slímhúðum sem er talin geta aukið hættu á kvefi. Vandamál vegna loftraka eru þó oftast vegna of mikils loftraka en ekki of lítils loftraka.

Út frá útiaðstæðum, innihita og áætlaðri rakagjöf til innilofts má áætla inniloftraka eins og sýnt er á línuriti. Í reynd getur loftraki í innilofti sveiflast mikið innan sólarhrings og línuritið sýnir sennilegt meðalástand mánaðar.

Loftraki innilofts verður lægri að vetrarlagi heldur en sumarlagi og hafa mælingar á loftraka í íbúðarhúsum á höfuðborgarsvæðinu sýnt það. Algengur loftraki er iðulega við mörk svæða 1 og 2 og upp í mitt svæði 2 á línuritinu; oft 25-40 % HR að vetrarlagi og 45-55 %HR að sumarlagi.

Hlutfallsraki innilofts háð rakagjöf til innilofts og útiaðstæðum á höfuðborgarsvæðinu (reiknað samkæmt prEN ISO 13788rev).

Nú er algengt að loftrakamælar séu stafrænir (sýna mæligildin með tölustöfum) en á eldri mælum, sem sýna loftraka með vísi á skala, er oft merkt grænt svæði sem kallast „Normal“. Þessi viðmiðun tekur ekki mið af breytilegum aðstæðum milli sumars og vetrar og á alls ekki við þegar kalt er utandyra.

Heimild og myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um loftraka innanhúss. Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Ég verð stundum mjög þurr í hálsinum og augum. Hefur rakastig heima hjá mér einhver áhrif og hvað er kjör rakastig í heimahúsum?
  • Langar því að vita hvað telst vera eðlilegt rakastig á heimilum og vinnustöðum. Og eins hvaða afleiðingar það hefur ef rakastig er of lítið eða of mikið?
  • Hvert er æskilegt rakastig í hýbýlum?
  • Hvað þykir eðlilegt rakastig innandyra?
  • Hvaða áhrif hefur of lágt rakastig í híbýlum á heilsu manna, og hver eru álitin æskileg neðri mörk?

Höfundur

Björn Marteinsson

dósent við umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ

Útgáfudagur

3.12.2013

Síðast uppfært

10.4.2024

Spyrjandi

Kristinn Kristinsson, Gunnar Örn Eggertsson, Jónas Guðmundsson, Margrét Schram, Lilja Ýr Halldórsdóttir, Magnús Þórðarson, Guðmundur Magnússon, Anton Harðarson, Björn Önundur Arnarsson, Hlöðver Pálsson

Tilvísun

Björn Marteinsson. „Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51233.

Björn Marteinsson. (2013, 3. desember). Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51233

Björn Marteinsson. „Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51233>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rakastig er æskilegt að hafa innandyra og hvað er það vanalega hér á Íslandi?
Rakastig í lofti er háð rakamagni lofts og er ýmist gefið upp sem kg vatnsgufa á kg þurrt loft eða, sem algengara er í almennu tali, hlutfall raka af hámarksrakamagni sem loft getur innihaldið; % hlutfallsraki (%HR).

Rakamagn sem loft getur mest haldið (rakamettun) er mjög háð hitastigi, loft við 20 °C getur þannig mest haldið 17,9 g vatns á rúmmetra en við 5 °C er mettunarrakinn aðeins 6,8 g/m3. Loftraki í útilofti hérlendis er að meðaltali oft á bilinu 78-82 %HR alla mánuði ársins, loftið inniheldur þá 78-82% af mettunarraka lofts með þann útihita sem er hverju sinni; útiloftrakinn verður nærri 100% þegar rignir en fellur niður í jafnvel 40% þegar þurrt er og hlýtt.

Loftræsing bygginga felst í því að taka inn útiloft (um glugga eða loftræstikerfi) og hleypa út sambærilegu magni innilofts. Rakamagn í innilofti er háð aðstæðum hverju sinni, bæði útilofti og inniaðstæðum; útihita, loftraka í útilofti, innihita og loks rakagjöf til innilofts.

Rakagjöfin er háð starfsemi í byggingu, og er til dæmis iðulega miðað við að vegna notkunar íbúðarhúsnæðis meðalfjölskyldu verði rakagjöfin á bilinu 6-10 kg vatnsgufa á sólarhring. Heildarrakagjöfin dreifist á allt loft sem streymir um húsið á sólarhring og rakagjöf á hvern loftræstan rúmmetra fer því eftir magni loftskipta í húsinu, það er hversu mikið er loftræst.

Þótt almennt líði fólki vel við háan loftraka getur hár loftraki innandyra valdið vandræðum.

Fólki líður almennt vel við háan loftraka, loftraki útilofts hentar flestum ágætlega. Svo hár loftraki í innilofti mun þó valda vandræðum þar sem loftrakinn getur hækkað enn frekar vegna kælingar lofts á köldum flötum (meðal annars rúðugleri) og rakaþétting getur átt sér stað. Þegar loftraki fer yfir 80% þá er veruleg hætta á sveppavexti, til dæmis myglu. Það er því alltaf miðað við að halda hlutfallsraka innilofts vel undir 80% og iðulega miðað við að inniloftraki eigi ekki að fara yfir 40-45 %HR þegar kalt er úti.

Þegar mikið er loftræst að vetrarlagi, rakamagn í útilofti er lítið og mikil loftræsing veldur því að rakagjöf til innilofts dreifist á mikið loftmagn, þá getur inniloftraki orðið lágur eða jafnvel farið undir 20 %HR. Það er vitað að við slíkar aðstæður þorna slímhúðir og fólk getur fundið fyrir óþægindum í augum (blikkar augum meira) og þurrki í kverkum. Þetta er óþægilegt en ekki talið heilsuspillandi í sjálfu sér. Ör skipti milli mikils og lítils loftraka (til dæmis að fara oft á milli innilofts við 20 %HR og útilofts við 80 %HR) valda ertingu í slímhúðum sem er talin geta aukið hættu á kvefi. Vandamál vegna loftraka eru þó oftast vegna of mikils loftraka en ekki of lítils loftraka.

Út frá útiaðstæðum, innihita og áætlaðri rakagjöf til innilofts má áætla inniloftraka eins og sýnt er á línuriti. Í reynd getur loftraki í innilofti sveiflast mikið innan sólarhrings og línuritið sýnir sennilegt meðalástand mánaðar.

Loftraki innilofts verður lægri að vetrarlagi heldur en sumarlagi og hafa mælingar á loftraka í íbúðarhúsum á höfuðborgarsvæðinu sýnt það. Algengur loftraki er iðulega við mörk svæða 1 og 2 og upp í mitt svæði 2 á línuritinu; oft 25-40 % HR að vetrarlagi og 45-55 %HR að sumarlagi.

Hlutfallsraki innilofts háð rakagjöf til innilofts og útiaðstæðum á höfuðborgarsvæðinu (reiknað samkæmt prEN ISO 13788rev).

Nú er algengt að loftrakamælar séu stafrænir (sýna mæligildin með tölustöfum) en á eldri mælum, sem sýna loftraka með vísi á skala, er oft merkt grænt svæði sem kallast „Normal“. Þessi viðmiðun tekur ekki mið af breytilegum aðstæðum milli sumars og vetrar og á alls ekki við þegar kalt er utandyra.

Heimild og myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um loftraka innanhúss. Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Ég verð stundum mjög þurr í hálsinum og augum. Hefur rakastig heima hjá mér einhver áhrif og hvað er kjör rakastig í heimahúsum?
  • Langar því að vita hvað telst vera eðlilegt rakastig á heimilum og vinnustöðum. Og eins hvaða afleiðingar það hefur ef rakastig er of lítið eða of mikið?
  • Hvert er æskilegt rakastig í hýbýlum?
  • Hvað þykir eðlilegt rakastig innandyra?
  • Hvaða áhrif hefur of lágt rakastig í híbýlum á heilsu manna, og hver eru álitin æskileg neðri mörk?

...