Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1133 svör fundust
Eru konur einu dýrin sem fara í gegnum tíðahvörf, hvað með önnur spendýr eins og simpansa?
Með tíðahvörfum er átt við síðustu blæðingar kvenna en áður en þau verða fer að draga úr framleiðslu hormónanna estradíóls og prógesteróns í eggjastokkum. Eftir tíðahvörf hætta blæðingar og slímhimnan í legi og leggöngum rýrnar. Á síðfósturskeiði verða eggfrumur til við meiósuskiptingu og við fæðingu eru meybör...
Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu, er óhætt að borða sushi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu? Ef svo er við hvaða frost? Hér er ég aðalega að hugsa um sushi. Í svari við spurningunni Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi? er fjallað um hringorma sem finnast í sjávarfiskum hér við land: Lirfur nokkurra...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur S. Andrésson rannsakað?
Ólafur S. Andrésson er prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á sambýli sveppa og blágrænbaktería í fléttum, hvernig slík sambýli verða til í náttúrunni og hvaða sameindir og eðlisþættir einkenna þau. Fléttur (skófir, hreindýramosi, fjallagrös o...
Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...
Hver er munurinn á kameldýri og úlfalda?
Úlfaldi er einfaldlega samheiti yfir hin stórvöxnu burðadýr sem tilheyra ættkvíslinni Camelus og lifa í Norður-Afríku, Arabíu og í Mið-Asíu. Talið er að úlfaldar hafi fyrst komið fram í þróunarsögunni fyrir um 40 miljónum ára. Til úlfalda teljast tvær tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus), er me...
Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?
Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...
Hvað er burstaormur?
Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudin...
Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?
Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...
Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?
Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...
Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...
Af hverju hafa úlfaldar hnúð á bakinu?
Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr (Camelus bactrianus) og drómedarar (Camelus dromedarius). Kameldýr eru með tvo hnúða á baki og lifa í Mið-Asíu en drómedarar hafa aðeins einn hnúð og lifa í norðanverðri Afríku og í Arabíu. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess ve...
Hvað er grápadda?
Grápadda, eða grálodda eins og hún er einnig kölluð, er ekki skordýr heldur krabbadýr af flokki jafnfætla (Isopoda). Innan yfirættbálks grápaddna eru þekktar um 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í heitum og rökum regnskógunum, en útbreiðsla yfirættbálksins teygir sig þó bæði norður og suður á bóginn. Grápöddu...
Hvað geta górillur orðið gamlar og hver er meðalaldur þeirra?
Fjölmargir þættir í líffræði górilluapa (Gorilla gorilla) eru lítt kunnir vísindamönnum, þrátt fyrir að þessi apar séu nánir ættingjar manna. Górilluapar eru bæði afar sjaldgæfir, til að mynda fjallagórillur (Gorilla beringei beringei), og lifa á afar ógreiðfærum svæðum í miðhluta Afríku, aðallega í Kongó (áður Za...
Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla. Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala ...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...