Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla.Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala klæðnaður. Það er erlent að uppruna og hefur væntanlega borist hingað úr ensku fremur en dönsku. Í dönsku er rithátturinn með tveimur -ll-um (sjá ordnet.dk). Uppruninn er rakinn til ítölsku gallare, galleggiare ‘lifa léttu og áhyggjulitlu lífi’. Þaðan var orðið tekið upp í frönsku og barst úr frönsku í ensku. Orðið hefur ekki komist inn í neina þeirra orðabóka sem finna má á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og telst því enn aðkomuorð. Mynd:
- Wikimedia Commons - Gala dinner in Utrecht, Holland. (Sótt 11.6.2018).