Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla.

Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala klæðnaður. Það er erlent að uppruna og hefur væntanlega borist hingað úr ensku fremur en dönsku. Í dönsku er rithátturinn með tveimur -ll-um (sjá ordnet.dk). Uppruninn er rakinn til ítölsku gallare, galleggiare ‘lifa léttu og áhyggjulitlu lífi’. Þaðan var orðið tekið upp í frönsku og barst úr frönsku í ensku.

Uppruninn er rakinn til ítölsku gallare, galleggiare ‘lifa léttu og áhyggjulitlu lífi’. Myndin er tekin í galaveislu í Utrecht, Hollandi.

Orðið hefur ekki komist inn í neina þeirra orðabóka sem finna má á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og telst því enn aðkomuorð.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.7.2018

Spyrjandi

Hlín Íris Arnþórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75892.

Guðrún Kvaran. (2018, 16. júlí). Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75892

Guðrún Kvaran. „Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gala er í galakjól, galadressi eða galaveislu?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Hvað merkir orðið gala? Ég er reyndar alls ekki að spyrja um gálga, gála eða að gala heldur um orðið gala þegar það er notað um klæðnað eða veislu, t.d. galadress, galakjóll og galaveisla.

Lýsingarorðið gala er notað í merkingunni „hátíðar-, viðhafnar-“, til dæmis gala klæðnaður. Það er erlent að uppruna og hefur væntanlega borist hingað úr ensku fremur en dönsku. Í dönsku er rithátturinn með tveimur -ll-um (sjá ordnet.dk). Uppruninn er rakinn til ítölsku gallare, galleggiare ‘lifa léttu og áhyggjulitlu lífi’. Þaðan var orðið tekið upp í frönsku og barst úr frönsku í ensku.

Uppruninn er rakinn til ítölsku gallare, galleggiare ‘lifa léttu og áhyggjulitlu lífi’. Myndin er tekin í galaveislu í Utrecht, Hollandi.

Orðið hefur ekki komist inn í neina þeirra orðabóka sem finna má á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og telst því enn aðkomuorð.

Mynd:

...