Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?
Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...
Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...
Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?
Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið me...
Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?
Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...
Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?
Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...
Hvað eru klínískar rannsóknir?
Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...
Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?
Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...
Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?
Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“ Fá...
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?
Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ingibjörg Gunnarsdóttir rannsakað?
Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur komið að fjölbreyttum rannsóknum á sviði næringarfræði síðastliðin 20 ár, í samstarfi við innlenda og erlen...