Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Birna Arnbjörnsdóttir

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir því hvort þeir líta á máltileinkun út frá mállegu, sálfræðilegu eða félagslegu sjónarmiði.

Margir nútímamálfræðingar telja að börn fæðist með sérstakan eiginleika til að læra hið flókna kerfi sem tungumálið er og því geti þau lært eitt eða fleiri mál í einu bæði hratt og auðveldlega, það er ef allt annað er í lagi og þau heyra og nota tungumálin í umhverfi sínu. Ritmál þarf aftur á móti að kenna sérstaklega. Það heyrir til undantekninga ef barn sem byrjar að læra eitt eða fleiri tungumál mjög ungt læri það ekki eins og innfæddur. Þessu er öfugt farið með fullorðna en það er undantekning ef fullorðnir sem byrja að læra erlend tungumál ná sömu færni og innfæddir.

Ein skýringin á því að fullorðnir eiga erfiðara með að ná fullkomnum tökum á tungumáli en börn er sú að líffræðilega sé það fullorðnum erfitt að bera fram ný hljóð þar sem talfærin eru hætt að geta lagað sig að nýjum hljóðum.

Ein skýringin er að eiginleikinn sem við fæðumst með er ekki lengur til staðar, það er að hann fjari út eftir því sem fólk eldist og því verður æ erfiðara að tileinka sér erlend tungumál. Önnur skýring er að líffræðilega sé það fullorðnum erfitt að bera fram ný hljóð þar sem talfærin eru hreinlega hætt að geta lagað sig að nýjum hljóðum.

Aðrir telja að mismuninn á máltöku barna og máltileinkun fullorðinna megi rekja til ýmissa einstaklingsbundinna þátta, svo sem persónuleika, það er að sumir eru opnari og félagslyndari en aðrir eða hafa sérstaka hæfileika til að læra tungumál, eða mismunandi vilja og hvata til að læra þau.

Enn aðrir leita orsaka í flóknum félags- og menntunarlegum þáttum, þar á meðal má nefna að aðstæður fullorðinna við að læra erlend tungumál eru jafnan allt aðrar en barna, til dæmis hafa fullorðnir oft færri tækifæri til að nota málið af því þeir eru að læra það í skóla eða á námskeiði. Auk þess getur afstaða fullorðinna til þeirra sem tala erlenda málið haft hvetjandi eða letjandi áhrif á viljann til að læra nýja málið.

Allir þessir þættir gera það að verkum að fullorðnir eiga erfitt með að tala erlend tungumál lýtalaust.

Mynd:
  • Flickr. Mynd birt af Internet Archive Book Images. (Sótt 4.7.2018).

Höfundur

prófessor í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála við HÍ

Útgáfudagur

3.6.2003

Síðast uppfært

4.7.2018

Spyrjandi

Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Birna Arnbjörnsdóttir. „Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3473.

Birna Arnbjörnsdóttir. (2003, 3. júní). Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3473

Birna Arnbjörnsdóttir. „Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3473>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?
Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir því hvort þeir líta á máltileinkun út frá mállegu, sálfræðilegu eða félagslegu sjónarmiði.

Margir nútímamálfræðingar telja að börn fæðist með sérstakan eiginleika til að læra hið flókna kerfi sem tungumálið er og því geti þau lært eitt eða fleiri mál í einu bæði hratt og auðveldlega, það er ef allt annað er í lagi og þau heyra og nota tungumálin í umhverfi sínu. Ritmál þarf aftur á móti að kenna sérstaklega. Það heyrir til undantekninga ef barn sem byrjar að læra eitt eða fleiri tungumál mjög ungt læri það ekki eins og innfæddur. Þessu er öfugt farið með fullorðna en það er undantekning ef fullorðnir sem byrja að læra erlend tungumál ná sömu færni og innfæddir.

Ein skýringin á því að fullorðnir eiga erfiðara með að ná fullkomnum tökum á tungumáli en börn er sú að líffræðilega sé það fullorðnum erfitt að bera fram ný hljóð þar sem talfærin eru hætt að geta lagað sig að nýjum hljóðum.

Ein skýringin er að eiginleikinn sem við fæðumst með er ekki lengur til staðar, það er að hann fjari út eftir því sem fólk eldist og því verður æ erfiðara að tileinka sér erlend tungumál. Önnur skýring er að líffræðilega sé það fullorðnum erfitt að bera fram ný hljóð þar sem talfærin eru hreinlega hætt að geta lagað sig að nýjum hljóðum.

Aðrir telja að mismuninn á máltöku barna og máltileinkun fullorðinna megi rekja til ýmissa einstaklingsbundinna þátta, svo sem persónuleika, það er að sumir eru opnari og félagslyndari en aðrir eða hafa sérstaka hæfileika til að læra tungumál, eða mismunandi vilja og hvata til að læra þau.

Enn aðrir leita orsaka í flóknum félags- og menntunarlegum þáttum, þar á meðal má nefna að aðstæður fullorðinna við að læra erlend tungumál eru jafnan allt aðrar en barna, til dæmis hafa fullorðnir oft færri tækifæri til að nota málið af því þeir eru að læra það í skóla eða á námskeiði. Auk þess getur afstaða fullorðinna til þeirra sem tala erlenda málið haft hvetjandi eða letjandi áhrif á viljann til að læra nýja málið.

Allir þessir þættir gera það að verkum að fullorðnir eiga erfitt með að tala erlend tungumál lýtalaust.

Mynd:
  • Flickr. Mynd birt af Internet Archive Book Images. (Sótt 4.7.2018).
...