Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1076 svör fundust
Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...
Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...
Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?
Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...
Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?
Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...
Hvað er rafeldsneyti?
Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...
Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...
Hvers vegna svitnar maður?
Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...
Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?
Spyrjandi bætir svo við:Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Lin...
Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?
Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...
Til hvers er millikælir í dísilvélum?
Til að auka afl dísilvélar er algengt að nota túrbínuforþjöppu (e. turbocharger) til að pressa loftið sem fer inn á vélina. Þannig kemst meira loft inn á vélina í hverjum snúningi. Ef vélin fær meira loft er hægt að brenna meira eldsneyti í hverri sprengingu og þá eykst afl vélarinnar. Túrbínuforþjappan notar útbl...
Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?
Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...
Hvers vegna fær maður niðurgang af sveskjum?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur, sem eru ávextir plöntunnar Prunus domestica L. Sveskjur koma aðallega frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kaliforníu, og Frakklandi. Um hægðalosandi áhrif af sveskjum hefur lengi verið vitað og er neysla þeirra talin meðal þeirra úrræða sem hægt er að grípa til við harðlífi. Ekki er fu...
Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...
Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?
Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...