Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um ána Níl?

Elísabet Tara Guðmundsdóttir

Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súdan.


Mynd af hluta Nílarfljóts, tekin úr gervitungli.

Áin Níl var forsenda fastrar búsetu. Feiknamikill og frjósamur framburður fékkst ár hvert er áin flæddi yfir bakka sína. Áin sameinaði fólkið sem bjó við hana því það þurfti að vinna saman að flóðgörðum og áveitum.

Flestir ræktuðu hveiti og bygg. Fólk ræktaði einnig baunir, lauk, gúrkur, vínber, melónur, fíkjur og döðlur. Á sumrin var ekki hægt að vinna á ökrunum því þá flæddi áin yfir akrana en í nóvember sáðu Egyptar. Á vorin kepptust Egyptar við uppskeru áður en áin flæddi á ný yfir akrana.

Við bendum á ítarlegra svar á Vísindavefnum eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2008

Spyrjandi

Sindri Már Hjartarson

Tilvísun

Elísabet Tara Guðmundsdóttir. „Getið þið sagt mér allt um ána Níl?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22838.

Elísabet Tara Guðmundsdóttir. (2008, 19. júní). Getið þið sagt mér allt um ána Níl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22838

Elísabet Tara Guðmundsdóttir. „Getið þið sagt mér allt um ána Níl?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22838>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súdan.


Mynd af hluta Nílarfljóts, tekin úr gervitungli.

Áin Níl var forsenda fastrar búsetu. Feiknamikill og frjósamur framburður fékkst ár hvert er áin flæddi yfir bakka sína. Áin sameinaði fólkið sem bjó við hana því það þurfti að vinna saman að flóðgörðum og áveitum.

Flestir ræktuðu hveiti og bygg. Fólk ræktaði einnig baunir, lauk, gúrkur, vínber, melónur, fíkjur og döðlur. Á sumrin var ekki hægt að vinna á ökrunum því þá flæddi áin yfir akrana en í nóvember sáðu Egyptar. Á vorin kepptust Egyptar við uppskeru áður en áin flæddi á ný yfir akrana.

Við bendum á ítarlegra svar á Vísindavefnum eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....